Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 25
IÐUNN
Stephan G. Stephansson.
19
ina miklu, og stórdeilur risið út af því í blöðum ís-
lendinga vestan hafs.
í sveitarmálum hefir hann látið allmikið til sfn
taka, einkum fyrr á árum, meðan örðugleikar vóru
bvað mestir, og slik störf vóru lftt eða ekki launuð.
Er þeirrar starfsemi hans minst á þessa leið í land-
námsþætti íslendinga í Alberta eftir Jónas J. Hún-
ford (Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar, XVII. ár,
bls. 62):
»F*á raunleika hefir Stephan gefið af sér, að vera
drengur hinn bezti. Meðan bygð þessi átti allskostar
örðugt á framfaraveginum, var hann jafnan meðal
binna fremstu að vekja áhuga fyrir fjelagslegum
framförum og styrkja til þeirra með ráði og dáð.
Meðan við vórum veikir, var hann okkar bezti for-
vígismaður, enda þótti þá varla ráð ráðið, utan hann
væri aðspurður. En bezt þekkist Stephan á beimili
sfnu. þeir sem lengi hafa þekt það, bljóta að viður-
kenna, að það er að flestu leyti sönn fyrirmynd;
samúð og hlýleiki meðal fjöldskyldunnar hefir ætíð
verið einkenni þess, og hefir breitt blessun og frið
yfir hið ýmsa mótdræga, sem mætt hefir, og torvelt
ætla eg sé að finna þau hjón, sem betur taki hönd-
um saman til að gera heimili sitt aðlaðandi, jafnt
fyrir alla. •— Stephan er seinþektur maður, en því
lengur sem maður þekkir hann, því meiri virðingu
ber maður fyrir honum, því hlýrra verður manni til
hans og þvf sárara verður manni um hann«.
Marga menn hefi eg heyrt segja eitthvað á þá leið,
að mikill skaði hafi það verið, að Stephan skyldi
ekki ganga »skólaveginn«. En hvergi verður það ráðið
af kvæðum hans, að honum hafi leikið hugur á því.
En i bréfi til min segír hann, að sig hafi mjög lang-
að til að ganga í skóla, þegar hann var í Viðimýrar-
seli. Nú er það ekki svo viðkvæmt mál, að ekki