Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 158
152
Guðm. Hannesson:
lÐUNt»
annars drægi gull úr sjónum og ynni það sem hon-
um væri tamt, yrði settur í vegagerð sem bann kynnr
ekkert til. Nálin yrði tekin af skraddaranum og hann
settur í að bisa við stórgrýti, sem hann réði ekkert
við. Listamaðurinn yrði settur í að moka skít upp
úr skurði o. s. frv. Af þvi að flestir yrðu þeim verk-
um óvanir, sem þeir fengju að vinna, þá yrði vinn-
an lítil og ill. hreinasta verkleysa, sem ekki svaraði
kostnaði. — Þessu má svara á þann hátt, að venju-
lega yrðu ekki önnur storf unnin en þau, sem allir
geta leyst sæmilega af hendi undir góðri stjórn, en
annars má að nokkru leyli setja hvern við sina iðn
eins og síðar verður drepið á.
Mörgum öðrum mótbárum var hreyft: að kostn-
aðurinn yrði ókleifur, að tillagan tæki ekki tillit til
kvenfólksins, sem væri þó helmingur þjóðarinnar o._
s. frv. Engar af þessum mótbárum eru á góðum
rökum bygðar, þó hér sé ekki farið nánar út í þær,
— en fólkið þurfti eitthvað til þess að afsaka sig
með, meðan verið var að drepa einhverja álitlegustu
tillögu, sem komið hefir fram á Alþingi.
Hermann Jónasson lagði og ofmikla áherzlu á það^
að þegnskylduvinnan ætti einkum að bæta fólkið,
kenna því að hlýða o. s. frv. Allur jarmurinn um
óhlýðni og agaleysi íslendinga er á litlum rökum
bygður, en hitt var aðalatriðið, að vinnan gat orðiö»
mikið afl til þeirra hluta sem gera skal.
Þau tiðindi hafa eflaust farið fram hjá flestum ís-
lendingum, að nú hefir annað riki tekið upp þessa
fslenzku hugmynd og komið á fót þegnskylduvinnu
f stað herskyldu. Það er Búlgaria, golt sveitaland
suður á Balkanskaga. Var þar áður herskylda og öll
tæki til þess, að taka móti öllurn ungum körlum er
þeir voru orðnir tvítugir. Þetta hefir eflaust stutt að
því, að þegnskylduvinnan er höfð með líku sniði„
t. d. að mönnunum er stefnt saman í gömlu her-