Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 146
140
Bengt Lidforss:
IÐUNN
er hægt að bera sarnan við menn og æðri dýr. Nú
hefir Correns sýnt það með tilraunum sínum og sönn-
unum, sem hér er ekki hægt að rekja, að tvíkynja
kynfærin, bæði jafnl, eru tvíkynja í eðli sínu, þ. e.
stefna bæði að því að framleiða tvíkynja afkvæmi.
Hér eru því kynfrumlur, sem vér vitum fyrirfram
hvert stefna. Nú segir Correns sem svo: Ef vér rækt-
um nú kynblending milli tvíkynja plöntu og einbúa,
þá ættum vér að komast eftir því í hvora áttina kyn-
frumlur einbúans stefna, með því að athuga kynferði
afkvæmisins, því að kynferðisstefna hins foreldrisins
er þekt fyrirfram. Tilraunirnar voru gerðar með tveim
náskyldum plöntum, sem önnur er tvikynja (Bryonia
alba) og hin einbúi (Bryonia dioica) og útkoinan
varð þessi:
1. t*egar kvenblóm einbúaplöntunnar voru frjóvg-
uð með dufti af karlblómi sömu plöntu varð helm-
ingurinn karlkyns og belmingurinn kvenkyns.
2. Pegar tvíkynja- planta var frjóvguð með eigin
dufti sinu urðu allar plönturnar tvikynja eins og vita
mátti fyrir fram.
3. Þegar kvenblóm af einbúa plöntunni voru frjóvg-
uð með dufti tvíkynja plöntunnar, urðu afkvæmin öll
kvenplöntur og kynblendingar.
4. Þegar tvíkynja blóm var frjóvgað með dufti af
karlblómi einbúaplöntunnar varð helmingurinn kven-
blóm og helmingurinn karlblóm, alt kynblendingar.
Þessar niðurstöður má nú draga saman þannig:
Ef maður frjóvgar einbúaplönluna ineð dufti þeirrar
.tvíkynja, koma eingöngu kvenplöntur. Ef maður á
hinn bóginn frjógvar tvíkynjaplöntuna með dufti ein-
búaplöntunnar verður helmingurinn karlkyns og helm-
ingurinn kvenkyns. Af þessu dró svo Correns með
réttu þá ályktun, að hjá einbúaplöntunni væru kven-
blómin öll sömu tegundar, en aftur á móti væru
karlblómin með tvennum hætti. Kvenkynið er því