Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 150
144
Bengt Lidforss:
IÐUNN
ÍDgjunum. Einkum hlýtur þessi munur á hlutfallinu,
að vekja athygli vegna þess, að hann bendir í þá
átt, að ytri kjörin hafi áhrif á það. Það er næst-
um því eins og vér hefðum komist hér á stíg, er
vísað gæti veg út úr völundarhúsinu.
Næst hendinni sýnist sú skýring vera, að þáð sé
mataræðið, sem valdi þessum mun. Efnaðra fólkið
lifir mikið á kjöti, en fátæklingarnir mest á jurta-
fæðu. En sé betur að gætt mun það sannast, að
hvorki mataræði né heldur hlýja í hibýlum hafi
nokkur áhrif á kynferði barnanna. Alt virðist benda
á, að orsakarinnar sé að leita í alt annari átt, sem
sé í því, hvaða aldri eggið hafi náð, áður en það
frjóvgast. Það ráði mestu um, hvers kyns afkvæmið
verði.
Víð og við er að skjóta upp þeim skoðunum, að
mataræði móðurinnar um meðgöngutimann hafi áhrif
á kynferði afkvæmisins í þessa áttina eða hina. En
fram að þessu er óhætt að segja, að hvað snertir
mennina, hafi alt þetta reynzl staðlaust fálm og
stundum prettir. Árið 1909 gerði ítalinn Rússó þó
merkilega uppgötvun í svipaða átt. Honum tókst að
breyta kynferðishlutfallinu hjá kanínum með þvf,
að sprauta f þær lecithin. Lecithin er einskonar fos-
fórkend fita, sem talsvert mikið er af i taugaefninu,
í hænueggjum, og reyndar yfirleitt í eggjum. Rússó
gerði tilraunir á kanínum, sem undir venjulegum
kringumslæðum skiftast alveg jafnt milli kynferðanna.
En þegar lecithin var sprautað í þær breyttist hlut-
fallið svo, að móti hverjum 26 karldýrum fæddust
40 kvendýr. Ef hér er nú rétt frá öllu skýrt, þá
verður það þegar i stað Ijóst, að þelta er fjarri því
að gefa skýringu á þeim mismun, sem samkvæmt
áður sögðu er á lcynferðishlutfalli mannflokkanna,
því að það er alveg vafalaust, að efnaðri stéttirnar
eta talsvert meira af lecithin en hinir efnaminni.