Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 104
IÐUNS
Um andlitsfarða.
Eftir GuOm. Flnnbogason.
Flestir munu kannast við orð Guðrúnar Ósvifrs-
dóltur, er Þorvaldur bóndi hennar sló hana kinn-
hest: »Nú gaftu mér þat er oss konum þykkir miklu
skifta, at vér eigim vel at gert, enn þat er litaraft
gott«. Andríki Guðrúnar ljómar enn skærar í þess-
um orðum þegar þess er minst, að tilefni kinnhests-
ins var, að Þorvaldi þótti hún ekki kunna sér hóf í
kröfum sínum um kaup skartgripa. Hún gefur í skyn»
að þegar bóndi hennar tími ekki að veita henni það
skartið, er fé verður fyrir að gjalda, þá taki hann
það ráðið að vekja þá fegurðina, er hún átti sjálf,
blundandi á vöngum sér. En játning Guðrúnar, að
konum þyki miklu skifta að eiga gott litaraft, fagr-
an hörundslit, sannast á öllum öldum, enda er kon-
um fátt meiri prýði en það, og vel hefir höfundur
Hávamála skilið, að fagurt litaraft má miklu valda um
tendrun ástarinnar, jafnvel í brjósti viturra manna:
Ástar firna oft fá á horskan,
skyli engi maðr er á heimskan né fá,
annan aldrigi; lostfagrir litir.
»Skáld eru hörundar allrar rýnni«, þegarlýsa á kven-
Iegri fegurð, og því er vert að gefa gaum að, hvað
þau segja um þessi efni.
Ef vér þá lítum á það sem íslenzk skáld hafa
kveðið um konur, þá mun óhætt að segja, að þau
hafa á öllutn öldum vegsamað fagran hörundslit. í
Eddukvæöunum og hjá fornskáldunum kveða við
lýsingarorðin sólbjört, sólhvít, hvít, allhvít,