Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 14
8
Baldur Sveinsson:
IÐUNN
svo sem spönn á hverja hlið, og sáði í þá á hverju
vori, þrenns konar sáði, rúgi, byggi og baunum.
Fekk nokkurra þumlunga strá, — var dýrlegt, eink-
um baunagrasið. Og skaðasárastur varð eg vist á
Kirkjuhóli, út af kartöflu-áfellinu«.
Á áttunda ári fluttist Stephan með foreldrum sin-
um að Syðri-Mælifellsá, fjallakoti, sem nú heflr lengi
i eyði verið, og var þar tvö ár. Far dró hann fyrst
til stafs, og tókst að visu ekki greiðlega, að sjálfs
hans sögn, en þess má geta, að hann ritar fagra
hönd og mjög auðkenda, oftast mjög skýra og geng-
ur manna vandlegast frá handritum, en fyrir kemur
þó, að mislesa má staf og staf. Má segja, að hann
hafi stundum »goldið þess grimmilega« hjá prentur-
um, því að mörg prentvilla hefir orðið i kvæðum
hans, einkum í blöðum, og jafnvel í Andvökum, og
vóru þó vandlega lesnar prófarkir af þeim. Er ekki
furða, þó að Stephani hafi gramist við prentara, að
»hafa aldrei áttað sig, á öllu stafrófinu!«
En svo að vikið sé aftur að skriftarnáminu, þá er
þar til máls að taka, að Hannes, móðurbróðir Steph-
ans, sem fyrr var nefndur, kom eitt sinn að Syðri-
Mælifellsá. Hann þólti rita góða hönd, og bað móð-
ir Stephans hann um forskrift handa drengnum.
Sjálfur bað hann Hannes að gera um sig vísu, en
þó að móðir hans mælti með þvf, kom það fyrir
ekki. Hannes neitaði og bar því við, að hann sæi,
að drengurinn mundi einhverntíma geta kveðið bet-
ur en hann. En forskriftina, stafrófið, skrifaði hann.
Móðir hans skar honum fjaðrapenna og bjó til blek
úr hellulit. Settist drengurinn svo við ritstörfin, en
vissi ekkert, hvar hyrja skyldi á stöfunum, reyndi
þó á ýmsa vegu, en loks sýndi móðir hans honum
upptökin og héit um höndina á honum, meðan hann
var að komast á lagið. Síðar sögðu þeir honum lit-
ils háttar til: Sigvaldi Jónsson, barnakennari og skáld,