Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 55
SÐUNN
Ernest Renan.
49
huga Renan’s á örðugasta timabiii æíi hans, þau
munu einnig gefa okkur færi á, að kynnast nánara
systur Renan’s, sem hann elskaði svo heitt og sem
var með honum þegar hann heimsótti æskustöðvar
'Frelsara vors, og ritaði hina merkilegu bók: »Vie
•de Jesus« (Líf Jesú).
»Vie de Jesus« er fyrsta bindið af: Histoire
des Origines du Christianisme (Saga uppruna
kristindómsins) mikið rit og merkilegt í 7 bindum.
t formálanum segir Renan sjálfur frá þvf, að þeg-
ar honum fyrst hugkvæmdist að rita söguna um
uppruna kristindómsins, þá hugðist hann að rita
sögu trúarsetninganna, en ekki sögu Jesú, Páls og
Jóhannesar postula. »En« segir hann »ég hefi síðan
skilið það, að sagan er ekki einfaldur leikur hug-
takanna, en að mannanna gætir þar meira en trúar-
setninganna. Pað voru ekki vissar kenningar um
réttlætingu og endurlausn, sem komu siðabótinni til
leiðar, heldur voru það Lúther og Calvin«.
Hann byrjar því á, að rita um sögu Jesú, ritar
um hann sem mann og stofnanda nýrra trúarbragða.
Á Þýzkalandi voru biblíurannsóknirnar þegar byrjaðar
og Dr. Strauss hafði ritað bók um líf Jesú, sem
Littré hafði þýlt á frakknesku og hafði vakið mikla
eftirtekt. En það var ekkert á við það hneyxli sem
bók Renan’s vakti. Hann gekk ekki gruflandi að því,
að guðfræðingarnir mundu rifa bókina niður og i
hinum merkilega formála gerir hann grein fyrir heim-
ildum sinum og tekur fram, að hann sé einungis
sagnaritari.
»Ef ást á efninu«, segir hann, »getur aukið skiln-
inginn, þá vona ég, að mig hafi ekki vantað það
skilyrði. Til þess að rita sögu trúbragðanna, er fyrst
og fremst nauðsynlegt, að hafa trúað þeim sjálfur. —
Að öðrum kosti er ekki unt að skilja hvernig þau
hafa hrifið og fullnægt hugsun mannanna. — í öðru
Iðunn VIII. 4