Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 50
44
Thora Friðriksson
IÐUNN
við Saint Nicolas du Chardonnet, og þá orðinn
frægur undir stjórn Dupauloup’s.
Hann segir sjálfur frá því, að í Parisarborg sá
hann svo margt, sem honum þótti nýstárlegt, að ætla
mætti, að hann hefði komið frá Tahiti eða Tom-
buoctu, en ekki frá bæ í sama landi. Pessi umskifti,
að koma frá latínuskóla i Bretagne, sem var orðinn
langt á eftir tímanum og til prestaskóla í París,
sem bar mikinn ljóma af, höfðu svo mikil áhrif á
hinn tilírnninganæma ungling, að við sjálft lá, að
það gerði út af við hann. Hann þjáðist af mikilli
heimþrá, einkum saknaði hann mjög móður sinnar,
sem hann elskaði heitt og aldrei áður hafði verið
skilinn frá.
Faðir hans var sjómaður að ætt og uppruna frá
Bretagne, en móðir hans var bóndadóttir frá Ga-
scogne í Suður-Frakkiandi og hann hefir sjálfur oft
látið í ljósi að mótsagnirnar í eðlisfari hans, mundu
eiga rót sína að rekja til þess, hve ólíkum þjóðflokk-
um hann væri kominn af. Söknuðurinn og heim-
þráin var svo mikil, að hann varð veikur af því og
þegar hann minnist á þessi veikindi sín, þá segir
hann: »Ég held, að þá hafi Bretoninn í mér dáið, en
Gaskoninn hafði þvi miður fundið sér nógar ástæður
til að lifa. Hann fann jafnvel fljótt, að þessi nýi
heimur var mjög svo kynlegur, og að það gæti verið
þess vert, að komast í tæri við hann«.
í raun og veru breyttist Renan mikið eftir komu
sína til Parísar. Hið dreymandi og barnslega bretonska
hugarfar tekur að þoka fyrir raunveruleika og
grandskoðun. 1 þrjú ár var hann undir handleiðslu
Dupanloup's og segir hann sjálfur, að hann hafi
gerbreytt sér: »Hann .leysti anda aumingja litla sveita-
drengsins úr fjötrum og gaf bonum móltækileik og
starfshug. En eitthvað vantaði þó í þetta uppeldi
og meðan ég varð að láta mér það nægja, fann ég