Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 23
JÐUNN Stephan G. Stephansson. 17
skort. Á heimili foreldra hans vóru engar til, sökum
fátæktar, nema venjulegar guðsorðabækur. Fram að
fermingu átti hann ekki aðrar en Vídalínspostillu,
sem var tannfé hans, Gröndalskver, gamalt, (þ. e.
kvæði Gröndals assessors), Njólu Björns Gunnlaugs-
sonar og biblíuna, sem hann las þrisvar sinnum
einn vetur, þegar hann var i Víðimýrarseli. En hon-
um vildi það til happs, að bændur tveir í nágrenni
hans áttu mikið af bókum og léðu honum þær fús-
lega, og lestrarfélag var þar í sveitinni (Víðimýrar-
sókn), sem faðir hans var í. Las hann hverja bók,
sem hann náði til á þeim árum og fór yfir ógrynnin
öll af nýjum og gömlum bókum, bæði prentuðum
og skrifuðum og bjó að því jafnan síðan. Eitt bóka-
kofort hafði hatin með sér af Iandi burt, en alt ó-
nýttist, sem í því var, þegar hann fluttist til Dakota
frá Wisconsin. Á síðari árum hefir hann eignast ekki
svo fá rit, flest á ensku. Eru það gjafir frá vinum
hans, t. d. Hirti Pórðarsyni, rafmagnsfræöingi í Chi-
cago og fleirum. En fátt hefir hann eignast íslenskra
bóka og telur sér einkum skaða í þvi, að hafa ekki
átt islenskar orðabækur. Hann hefir og lesið að
staðaldri allmörg tímarit, og verið sér mjög úti um
Urvalsrit erlendra skálda. Eg hygg, að hann lesi alt
tnjög vandlega, og minni hans er frábærlega gott.
Sögusagnir eru til um það, hvenær sum íslensk
skáld hafi farið að yrkja, og hverjar hafi verið fyrstu
v»sur þeirra. Vera má, að einhver viti eða þykist
v>ta, hvenær Stephan fór fyrst að yrkja, en sjálfur
kveðst hann ekki muna það, en mjög ungur hefir
bann þá verið. Þegar hann fór að rifja upp kvæði sín,
bl þess að prenta þau, kvaðst hann engar vísur hafa
uiunað eldri en þær, sem fremstar eru i Andvökum
°g árfærðar 1868 og 1869. En margt hafði hann
kveðið áður en hann fór til Vesturheims og hélt þvi
Iðunn vm. 2