Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 161
iðunn Pegnskylduvinnan i Búlgaríu. 155
hún hefir tekið þessari nýlundu vel, að því séð
verður.
Þennan vitnisburð gefur danski maðurinn þegn-
skyldunni. Reynslan er stutt enn sem komið er, en
haldi hún áfram og gefist vel mun henni verða veitt
mikil athygli um allan heim.
G. H.
Ritsjá.
Benedikt Gröndal: Dægradvöl (æflsaga mín). Bókav.
Árs. Árnas. Rvík MCMXXIII.
Langt er síðan það varð hljóðbært, að Benedikt Rrön-
dal hefði ritað æfisögu sína og það þótlust raenn vita, að
þar raundi kenna margra grasa. Höfundurinn var svo kunn-
ur, fyndni hans og gáski, hlífðarleysi allraikið við það,
sem honum gazt ekki aö og svo kunnugleiki hans á mörgu,
fróðleikur dæmafár og talsvert æíintyralegt líf. Alt þetta
má stuðla að því, að æíisaga Gröndals sé skemtileg bók.
En flestir hafa víst haldið, að þess yrði langt að bíða, að
kún kæmi út, og rosknir menn hafa vist haft litla von um
að sjá þann dag er hún kæmi fyrir almenningssjónir.
En nú er hún komin. Er það vel þykk bók hátt á 4.
hundrað bls. Talar höf. fyrst um ætt sína. Segir að Jón
Pétursson haíi að vísu ekki getað rakið hana nema skamt
uppeftir. »En hún nær sjálfsagt eius langt fj’rir það«, og
þykjast víst flestir þekkja Gröndal i svona setningu. Hann
iýsir síðan Álftanesinu, bygðinni þar og fólkinu, siðutn
ýmsum og venjum, og að því loknu hefst svo sjálf æfi-
sagan. Skiftir hann henni í timabil 1826—1835, 1835—1842,
1842-1816, 1846-1850, 1850-1857, 1857—1874. Síðasta tiraa-
bilið er þó í raun réttri lengra, því að það er látið ná