Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 137
IBUNN
Landnáinsmenn.
131
og leitað að öndvegissúlunum. Hefðu þeir þá átt að
flnna bátinn ekki síður. Það var því augljóst, að
þeir höfðu haldið vestur eftir. Árangurslaust hafa
þeir leitað þeirra á landi, en aftur á móti hafa þeir
séð eyjarnar fyrir landi, og þá sennilega rent grun í
að þangað mundu þrælarnir hafa hlaupist með her-
fang sitt. Bjó Ingólfur þá um lík þeirra Hjörleifs og
hélt svo til Eyjanna. Par hitti hann þrælana og
gerði þeim þau skil að hann drap þá alla, og eru
þar örnefni, er minna á þessa atburði. Konurnar tók
Ingólfur og flutti með sér að Hjörleifshöfða aftur.
Sat hann þar svo næsta vetur í húsum þeirra
Hjörleifs.
Sé það rétt, að Ingólfur hafi komið á skipi sínu
að austan, þá hefir hann liklega skilið það eftir í
nausti við Hjörieifshöfða, því að sagan segir að hann
hafi farið næsta sumar »vestr með sjó« og verið svo
þriðja veturinn undir Ingólfsfelli fyrir vestan Öifusá.
Bendir sá staður á að hann hafi ferðast á landi, því
að annars er sennilegra að hann hefði haft vetursetu
við sjó þar sem hann heföi búið um skipið. Hefir
ferðin sókst seint vestureftir að vonum, því að þar
er ekki greitt um að fara eða fljótlegt sakir stórra
vatnsfalla og illrar færðar. En þræla sina þá hina
sömu, Vífil og Karla, sendi hann á undan sér með
sjó fram, og fundu þeir þá öndvegissúlurnar »við
Arnarhvál fyrir neðan heiði«.
VIII.
í*að hefir verið gleðifregn mikil fyrir Ingólf, er
hann frétti til súinanna. Á þriðja ár var hann nú
búinn að rekast um landið með miklum erfiðismun-
um og hættum, og hefir ekki verið skemtilegt fyrir
hann að hugsa til þess, að svo ætti lengi að ganga.
Landið var ókannað, og ekki golt að vita nema
hann lenti í enn meiri torfærum og hart að hrekjast