Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 32
26
A. H. B.:
IÐUNN
inga í heimsstyrjöldinni miklu og var þá fremur
harðskeyttur að vanda, enda uppskar hann óþökk
þeirra flestra fyrir og árásir nokkurra »blaðasnápa«.
Stephan tók þetta sárt, en á hinn bóginn skildist hon-
um, að hann mundi hafa sært mörg foreldrahjörtun
með bersögli sinni og óskaði þess nú, að »Vígslóði«
hefði ekki komið út, fyrri en tekið hefði að hilma
yfir sárin. »Blaðasnápunum« sendi hann aftur á móti
skorinorðar kveðjur í »Skráveifum« sínum, lausavísum
ýmsum er hann setti í blöðin. En í raun réttri hefði
hann átt að humma þetta fram af sér, því að göfug-
menni eiga ekki að eiga orðastað við þá, sem færa
alt til verri vegar; hann hefði átt að láta sér nægja
þessa vísu sína:
Það er að glata gulli í urð,
gagns- og hróslaust bæði
að sóa á blaða- söguburð
sínu bezta kvæði.
En svona er Stephan, bæði veill og sterkur, eins
■og við raunar flestir erum. En þrált fyrir það verður
hann jafnan talinn mestur andans maður þeirra ls-
lendinga er vestur fluttu. Hann hefir í raun réttri verið
»sómi þeirra, sverð og skjöldur«, þótt þeir skildu það
ekki; og þeir mega miklast af honum, þótt þeir aldrei
kunni að meta hann að verðleikum. Stephan er eina
andlega stórmennið, er þeir hafa eignast enn sem
komið er, þótt marga eigi þeir aðra ágæta menn. —
Ut frá þessum hugleiðingum sofnaði ég; en er ég
kom á fætur, var Stephan kominn út, kominn í
vinnufötin og farinn að sinna búverkum. Leiti er
fyrir ofan bæinn, svonefndur Fagrihvoll, þaðan sem
sjá má yfir landareign Stephans og alla Ieið vestur
til fjalla. Þangað fór hann nú með mig til þess að
sýna mér ríki sitt og sinna. Þar hefir Stephan plant-