Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 139
JÐUNN
Landnámsmenn.
133
mesti atgerfismaður einhver, sem sögur fara af. En
hinn var grannur. Og atgerfismaðurinn, sem hét
Grettir Ásmundsson, henti gaman að því hve grann-
ir voru handleggir f*orsteins bróður hans, og hélt að
hann mundi varla kvensterkur vera. En hinn svar-
aði: »Má þat vera, en þó skaltu þat vita, at þessir
hinir mjóvu handleggir munu þin hefna, ella mun
þin aldrei hefnt verða«. Iíom það og fram. Hér varð
og sá, er ekki fyrirvarð sig að leita æðri bjálpar, að
hefna hins er trúði á mátt sinn og megin. — Og
þrællinn Karli er lýðurinn í eyðimörkinni, sem sakn-
aði kjötkatlanna. Hann er hin andlausa skynsemin
og búraháttur, sem þykist alt vita bezt. En Ingólfur
veit betur, er hann hlýðir því, sem er bezt í honum,
hvernig sem kjötkatlarnir rjúka á hina hliðina. Og
þess vegna var hann Iíka fær um að grundvalla höf-
uðborg. Það voru goðin, er sáu fram í aldir og sendu
sinn trúa þjón á þenna blett.
Og nú mundi þrællinn Karli, og allir hans líkar
helzt vilja eiga þennan blelt af öllum á landinu, og
ekki skifta honum fyrir frjósöm héruð.
IX.
Pað hefir verið töluvert deilt um sanngildi íslend-
ingasagna, og veitir ýmsum betur. En þó hygg ég
að margt sé enn eftir að athuga er sýni, að hinar
beztu þeirra séu mjög áreiðanlegar. Það þarf að
bregða smásjá á hvert atriði og er langt frá að það
verk hafi enn þá verið unnið.
Til dæmis er sjálft nafnið Reykjarvík, eða Reykja-
vík eins og það nú er haft, ágæt sönnun fyrir því,
að Landnáma segi rétt frá ferð Ingólfs.
Að fyrra bragði mundi hverjum manni þykja
sennilegast, að Ingólfur hefði komið sjóveg til
Reykjavikur, er hann kom hér fyrst, þar sem hann
kom frá Noregi. En sagan segir nú að hann hafi