Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 62
56
Thora Friðriksson:
iðunn;
frá ýmsum hliðum í einu, og þessi gáfa var hvort-
tveggja í senn hans sterka og veika hlið og skýrir
mótsagnirnar í ritum hans, sem hafa hneyxlað rit-
dómara svo mikið.
Fjórum árum fyrir dauða sinn ritaði hann formála
fyrir æskuriti sínu »L’Avenir de la Science«„
og telur því riti ekki annað til gildis, en að það sýnt
raunverulega ungan mann, sem að eins lifir andlegu
lífi og trúir óbifanlega á sannleikann.
En sú raun varð á, að sjálfl lifið var harðara í
horn að taka, sannleikurinn óaðgengilegri og hið
góða erfiðara að framkvæma, en hann hafði gjört sér
í hugarlund. Heimspeki hans varð meira og meira
alheimsspeki (»cosmisk«). Honum varð tamara og
tamara að hugsa um hvað hlutirnir eru takmarks-
lausir. »Eins og Hegel«, ritar hann, »varð mér það
á, að ætla með of mikilli vissu, að mannkynið værr
miðbik heimsins. Vera má að öll framþróun mann-
anna sé ekki meira verð, en inosinn sem vex á hverju
röku yfirborði .,....«
E*rátt fyrir þessa játningu megum vér þó ekki
gleyma hinni fögru kenningu, sem hann svo oft end-
urtekur f bókum sfnum:
»Að lifa«, það er að tileinka sér margl fagurt,
það er að vera förunautur stjarnana, það er að vita,
það er að vona, það er að elska, það er dást að„
það er að gjöra gott. Sá hefir þegið mest, sem með
anda sinum, hjarta sínu og gjörðum sinum, hefir
mest tilbeðið!«
Thora Friðriksson.