Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 43
'IÐUNN
Laugardagur og mánudagur.
37
í framkvæmd, gerir um leið götuna kóti sleipari fyr-
ir næsta áformið. Pessvegna er leiðin norður og nið-
ur svo hæg og hraðfarin.
Og þó að lifi nóg í kolunum til þess að byrja á
mánudaginn og halda áfram nokkura daga, er mað-
urinn samt á háskalegri braut. í stað þess að heimta
sigurinn af sjálfum sér einum, hefir hann haft hug-
ann mest við ytri aðstæður. Hann hefir kornist hjá
því að byrja þegar í stað með því að hafa þær fyrir
afsökun. Pað er letin, tregðan i honum, sem h’efir
leikið þar á hann í einu hællulegasta gerfi sínu. Alt-
af er til meira en nóg af erfiðleikum, sá sem hefir
komið sér upp á að hafa sér þá til afsökunar, finn-
ur altaf ómensku sinni nóg yfirvörp. Hann getur
hætt við verkið, hvort sem hann vill i upphafi eða
miðju kafi, án þess að heimta hrein reikningsskil af
sjálfum sér. Hann vill ekki sigurinn, nema til háifs:
hann er ekki einlægur.
Allir þekkja eitthvað af slikum mönnum. Flestir
eigum vér eitthvað af þessu í sjálfum oss. Vér vit-
um, að það er ekki sá hluti vor, sem til gæfu
stefnir. Hórats hefir lýst »mánudagsmanninum« að-
dáanlega í einu bréfi sínu:
.....Qui recte vivendi prorogat lioram,
Husticus exspectat dum defluat amnis; at ille
Labitur et labetur in omne volubilis ævum1).
Það er ekki gott að bíða að leggja á vaðið þangað
til áin er runnin úr farvegnum. það er ekki gott að
fresta framkvæmdum sinum þangað til dugleysið
kemur ekki auga á neinn erfiðleika. Eigum vér að
komast yfir ána, verðum vér að treysta á eitthvað
annað en vatnsins náð.
1) Peim manni, scm frestar að Iifa réttilega, fcr sem bóndanum, er
biður þess að áin renni til þurðar, en liún rennur og mun renna iðandi
uin aldur og æfi.