Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 86
80
Pétur Sigurðsson:
IÐUNN
Tvö fyrri kvæöin eru eignuð sr. Ólafi í Vísnabók,
en Gátvísurnar ekki, en annarstaðar er hann talinn
höfundur þeirra (eftir J. Sig. og dr, J. Þ.). Auk þess-
ara kvæða má vafalaust eigna sr. Ólafi »Maríuæfi,
eða lifssaga helgustu guðsmóður«. Kvæðið endar svo:
» — — sorgir manna svæfi söngur Ólafs prests«.
Kvæðið er áreiðanlega lúterskt og getur varla verið
um annan Ólaf að ræða, en sr. Ólaf Guðmundsson.
Ég skal einungis tilfæra 1 erindi eftir sr. Ólaf, upp-
haf Ellikvæðisins.
»Æskukosluin ellin kann að sóa.
Sanna ég það á sjálfum mér,
sjötugsaldur hálfan ber,
örvasa nú orðinn er
orkumaður, hvör svo sér.
Samt tr ég einn i sonatölu Nóa«.
Aðrir nafngreindir höfundar eru sr. Magnús Ólafs-
son f Laufási; hann hefir ort kvæðiskorn til lesarans
framan við bókina, og auk þess alllangt kvæði:
»Klögun af 3 sálarinnar óvinum, holdi, heimi og
djöfli«. Eftir sr. Óiaf Einarsson, son sr. Einars í
Heydölum, en föður Stefáns í Vallanesi, er eitt kvæði
f hrynhendum hætti: »Um tempran guðlegrar rétt-
vísi og miskunnar eftir syndafallið«, og loks er eitt
kvæði eftir sr. Arngrim lærða á Melstað: »Ein ágæt
minning herrans Jesú Kristí pínu«. Öll önnur kvæði
eru nafnlaus, nema fá ein, sem ort eru i kaþólskum
sið og ég mun síðar víkja að.
Hin nafnlausu kvæðin eru mjög misjafnlega gömul.
Sum virðast ekki mikið eldri en Vísnabókin, önnur
eru sannanlega 1 — 2 mannsöldrum eldri, að minsta
kosti, enn önnur því eldri, ort í kaþólskum sið. En
um meginþorrann er ekki unt að segja, hve gömul
séu. Eg tel vafalaust, af margt af kvæðum þessum
sé einmitt eftir höfunda þá, sem nafngreindir eru í