Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 124
118
Ingunn Jónsdóttir:
IÐUNN
þess vert að láta þá sækja. En þeir eru svo fjörugir
að þeir kafa ekki getað haldið kyrru fyrir samt, en
sifelt verið að skjótast frá henni i leyfisleysi«. —
Þessi og fleiri samlikingar hans virðast mér benda á,
að hann hafi verið glöggur mannþekkjari.
Þegar Helgi fróði var um kyrt á Melum, las hann
húslestrana á kveldin. Móðir mín hafði þann sið, ef
gestir voru nótt hjá okkur, sem hún trúði fyrir því,
þá bað hún þá að lesa. Hygg ég það hafi verið'gert
í virðingarskyni við gestina. — Fljótir þóttu okkur
dagarnir að líða, sem Helgi var hjá okkur, og bylt
varð okkur unglingunum við, þegar hann sagði:
»Nú verð ég að fara héðan á morgun«. »Svona fljótt«,
sögðum við. »Geturðu ekki verið hér dálítið lengur?«
»Nei«, sagði hann. »Ég get ekki verið svo lengi, að
ég þurfi að lesa hugvekjuna1) annað kvöld, mér fellur
hún svo illa. En þegar ég les, get ég ekki varist, að
láta á mér sjá, hvort mér líkar vel eða illa, en á
þessum bæ vil ég ekki gera hneiksli«. Eitthvað var
farið að malda í móinn móti þessu á þá leið, að
guðsorðabækur Péturs bisknps væru þó góðar, en þá
varð karl æfur við, og sagöist ekki þekkja nokkurn
mann eins fundvísan, að snuðra upp alla bresti og
dæma þá hart eins og þennan Pétur. »Og fyrir löngu
væri ég orðinn vitlaus«, mælti hann enn fremur, »ef
ég tryði kenningum hans, en mér vill það til, að ég
trúi engu hans orði«. — Petta man ég enn, að mestu
orðrétt, eftir meir en 50 ár, af því það var eins og
læknislyf fyrir mína sjúku sál. Aldrei hafði 'mér
komið til hugar fyr, að leyfilegt væri að efast um
neitt, sem stæði í húslestrabókunum. En eftir þetta
fór mér að skiljast, að þær mundu vera misjafnar
og ófullkomnar eins og önnur mannaverk.
1) Eí ég man rétl, mun það hafa verið 34. hugvekjan i kvöldlestrabók
P. biskups.