Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 24
18
Baldur Sveinsson:
IÐUNN
saman, en fór þó leynt með og brendi það alt að
lokum. Þegar hann var i Bárðardal, kvaðst hann
og hafa samið skáldsögu til hálfs, en ónýtti hana.
Hann hafði og á þeim árum ort »12 langlokur út
af Víglundarsögu, — þær áttu að verða 24«, og er
ein vísa úr þeim f Andvökum: »Brýni kænu í bnm
og vind«, osfrv. Vísur hefi eg heyrt, sem Stephani
eru eignaðar, og ekki eru í Andvökum, en hann á
að hafa ort, áður en hann fór vestur. Hann sagði
mér og, að sér mundu stundum hafa verið eignað-
ar annara manna vísur frá þeim érum. Að öðru
leyti má sjá aldur flestra kvæðanna i Andvökum.
Er auðséð, að hann hefir ort flest sín bestu kvæði
i Alberta, en hér á landi vissu menn litið um kveð-
skap hans fyrr en skömmu fyrir aldamót. Eftirtekta-
vert er það, að Stephan minnist Skagafjarðar miklu
oftar i kvæðum sínum heldur en Bárðaidals. Pó má
geta þess, að kvæðið: »Lyng frá auðum æskustöðv-
um« er ort um Mjóadal, og vóru tildrög þess kvæð-
is þau, að Sigurður Baldvinsson i Garði í Aðaldal,
sendi Stephani beitilyngskló, er hann tók i landar-
eign Mjóadals, sem þá var kominn í eyði. En send-
andinn hafði þá þegar (laust eftir aldamót) hinar
mestu mætur á Stephani, eins og fleiri Pingeyingar,
vegna kvæða hans, sem birst höfðu i blöðum á við
og dreif, og höfum við Pingeyingar jafnan gert mik-
ið tilkall til Stephans og viljað eigna okkur hann.
Nokkur afskifti hefir Stephan haft af opinberum
málum, sem sjá má af kvæðum hans, en ekki verða
þau rakin hér. Hann hefir jafnan fylgt hinum trjáls-
lyndustu flokkum, bæði i Bandarikjunum og Canada
og verið mjög andvígur »tollmúrum« og styrjöldum
og hvorki dregið dul á þær skoðanir né skitt skoð-
unum, hver sem i hlut átti. Hefir hann sætt allmiklu
aðkasti á síðustu árum fyrir kvæði sin um styrjöld-