Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 111
IÐUNN
Um andlitsfarða.
105
litsfarðinn hefir reynst svona seigur um aldir, þá
verða svörin lík og um ýmsa aðra tízku, nema hvað
þessi tízkan virðist vera orðin langlífari en fiest önnur.
Mörg tízka virðist vera svo sem sköpuð til þess að
hylja einhver Iýti: hárkollurnar (parrukin) til að hylja
skallana, enda vildi Loðvík 14. ekki sjálfur taka hár-
kollu fyr en hann fór að missa hárið, en þá komst
hún Iika í almætti sitt; krinolinan virðist setn sköp-
uð fyrir vanfærar konur, háir flibbar fyrir þá sem
hafa Ijótan háls. Og þegar einhver höfðingi eða
hefðarfrú lekur upp slíka nýjung, af góðum og gild-
um ástæðum, verða undir eins einhverjir til að herma
hana eftir, þó þeir þurfi þess ekki, og þar með getur
orðið úr þessu tizka. Eins er um andlitsfarðann.
Hann er eins og skapaður til að hylja grátt eða
skorpið hörund og gefa því hvíti eða roða, er minni
á æskuna. Og þar sem ellin jafnt á öllum öldum
starfar að því, að gera hörundið grátt og hrukkótt,
en það er kvenleg dygð, að vilja vera ungleg sem
lengst, þá er skiljanlegt, að samkepnin við ungu
stúlkurnar hafi á öllum öldum freistað roskinna
kvenna til að farða sig, og má eflaust segja þeim
margt til afsökunar. Það er haft eftir Önnu kjör-
furstafrú í Saxlandi (á 16. öld), að það sé engin
synd að farða sig, þegar það er gert til að ganga i
augun á manninum sínum. Vér skulum sem snöggv-
ast láta það gott heita og snúa oss að hinu, hvort
það sé engin synd fyrir ungar stúlkur að farða sig.
Fyrst er þá að athuga hvaða skylda konum ber til
að varðveita meðfædda fegurð sina og auka hana
eftir mælti.
Nú hygg ég að allir geti verið sammála um, að
fagrar konur eru meistaraverk skaparans, og að ekk-
ert er slík prýði í veröldinni sem þær. Fegurðin er
sem sólin. Hvar sem hún birtist, skin hún jafnt ylir
réttláta og rangláta og vermir og gleður hug og hjarta.