Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 145
HÐUNN
Piltur eða stúlka?
139
Korschelt gerði seint á 19. öldinni, sé sérstök i sinni
röð, og gæti sannað nokkuð i þessu efni. Hann tók
eftir því, að Dinophilus apatris elur tvennskonar egg,
sum stór og aflöng, en önnur lítil, hnöttótt. Stærri
eggin urðu svo að kvendýrum, en litlu eggin að karl-
<lýrum. En síðar hafa rannsóknir (Blard 1911) sýnt,
að frjóvgunin fer fram fyr en áður var haldið, og
það snýr auðvitað öllu við. Stærðarmunurinn kemur
þá ekki fram á undan heldur á eftir frjóvgunni.
Hann er ekki orsök heldur afleiðing.
Aftur á móti hafa menn nú komist að því með
talsverðri vissu, að karl-frumlurnar (sæðisdýrin hjá
dýrunum, fræmjölið hjá plöntunum) séu að minsta
kosti í ákveðnum tilfellum, karlkyns og kvenkyns til
helminga, en eggin á hinn bóginn öll kvenkyns. Karl-
fruinluruar ráða svo kynferðinu. Ef karl-sæðisdýr
rekst á egg verður afleiðingin karl-afkvæmi, en ann-
ars kven-afkvæmi. Það kynið, sem framleiðir bæði
kynin kalla vísindamenn »heterogametist«, en hitt
»homogametist«. Mætti ef til vill lcalla það beggja-
blands og einhæft.
Sá sem gert hefir merkuslu lilraunirnar í þessa átt
«r hinn frægi grasafræðingur Correns, og er bók sú,
sem hann gaf út um þetta efni (ásamt dýrafræðingnum
Goldschmidt) lögð til grundvallar þessari ritgerð. Til-
raunum Correns má lýsa þannig í stuttu máli.
Þegar ræða er um æðri plönturnar, er ekki hægt að
lala um karlplöntur og kvenplöntur út af fyrir sig,
því að langflestar plöntur hafa hvorutveggja kynfærin,
þar sem eru duftberarnir og duftvegurinn, annað
hvort í sama blóminu, eða sitt i hvoru blómi, en
báðar tegundir blóma á sömu plöntu. Slík blóm eru
kölluð hermafrodita, (tvikynja) og eru langflest blóm
«vo. Hin blómin mætli kalla einbúa, í mótsetningu við
sambúana, því að þar er hvorlkynið eittút af fyrir sig.
Þessir fáu einbúar eru þá það í jurtaríkinu, sem helzt