Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 97
IÐUNN
Snýkjur.
91
á herðar: Og listamaður er hann. Kannske þú viljir
neita því?«
»Af fávisku þinni, verð ég að fyrirgefa þér, þó þú
fyllist ofmetnaði, vegna frænda þíns, sagði Ásgeir.
Varir hans titruðu lítið eitt, og augun tindruðu.
»En fyrst þú kemur mér tii að ræða um frænda
þinn, þá skal ég segja þér fyrst og fremst, að hann
er skaðræðis gripur fyrir sanna list. Og þaö sannar
ekki manngildi hans, þó að hann sé efnaðasti kaup-
maðurinn á Eyrinni. Og ég trúi ekki að manndóm-
ur hans hafi aukist, þó að hann kæmist í bæjarstjórn-
ina. Ef þú heldur að manngildi einstaklingsins sé
komið undir því að vasast í mörgu eða ráða miklu,
þá vildi ég svo gjarnan geta leitt þig frá þeirri villu«.
»Láltu ekki hlaupa of mikinn hita í þig«, sagði
Einar með ertni, og hló rosalega. »Það hlægir mig
'að þú skulir dæma manndóm og manngildi antiara
með þvílíkri frekju. En farðu varlega að því dreng-
ur minn. Þú ert líklega búinn að gleyma setn-
ingu sem byrjar svona: Dæmið ekki-----------«.
»Það er óþarfi fyrir þig, að hafa yfir ritningar-
greinar yfir mér«, sagði Ásgeir, »ef þú vildir hlusta
á mig rólegur og afskiftalaus, þá mundi ég geta
leitt þig í sannleika um, að ótrú mín á frænda þín-
um er ekki að ástæðulausu. En ég býst ekki við að
þú hafir þolinmæði til að hlusta á mig«.
»Jú, ég skal þolinmóður hlusta á, af hverju þessi
andúð þín, til frænda iníns, slafar«.
Úlfur var koininn upp á þilfar. Hann klappaði
Ásgeiri á herðarnar.
• »Já, segðu okkur það, væni. Ekki skal ég and-
mæla þér. Hættu nú að dorga. Þú færð ekki nokkra
skepnu, meðan þessi straumharka er«.
Ásgeir dró upp færi sitt.
»Nú fer ég að sofa. Ef vel liggur á mér á næstu