Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 73
IÐUNN
Vísnabók Guöbrands biskups.
67
uð. Það skyldi gert með því að yrkja andleg ljóð
undir fornum og alþýðlegum bragarháttum, er menn
gætu lært, sungið, lesið og kveðið í heimahúsum.
Biskup og menn hans sáu, að til þess að vinna
bug á hinum veraldlega kveðskap þurfti andleg kvæði';
hér dugðu engar guðsorðabækur í óbundnu máli,
hversu góðar sem voru, því eins og segir í upphafi
Juditsrímna :
»Skáldin hafa pað skrifað i letr,
skal pví allvel trúa,
að lesnar sögurnar lærist betr
ef í ljóð peim mætti snúa«.
Eða með orðum sr. Einars Sigurðssonar til lesarans:
»Kvæðin hafa pann kost með sér
pau kennast betur og lærast ger,
en málið laust úr minni fer,
mörgum að peim skcmtan er«.
Biskup var sýnu lengur að safna þessum kvæð-
um, heldur en sálmunum, enda hafði hann jafnan
mörg járn í eldinum í senn. Árið 1612 kom þetta
safn fyrir sjónir almennings: »Ein Ný Wiisna Bok.
Med mörgum andlegum Víjsum og kvædum, Psálm-
um Lof söngvum og Rijmum, teknum wr heilagre
Ritningu. Almuga Folke til gagns og goda Prentud.
Anno MDCXII«.
I formála bókarinnar gerir biskup grein fyrir til-
gangi hennar: »-----að af mætti leggjast þær bruna-
vísur og Amorskvæði, sem allmargir elska og iðka,
en í staðinn upptakast þessar andlegar vísur, sem
góðir menn hafa ort og kveðið guði til lofgjörðar,
fróðleiks og skemtunar, svo að guðs orð mætti ríku-
lega hljóða og á meðal vor byggja, svo utan kirkju
sem innan — — og að af mætti leggjast ónytsam-