Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 85
IÐUNN
Vísnabók Guðbrands biskups.
79-
Hver mun leiða höldinn inn
með hópinn sinn,
svo rekkurinn ekki roti sig í göngum.
Sr. Sigfús hafði mikið orð á sér fyrir skáldskap,
en nú er því nær ekkert til eftir hann, nema 6 kvæði
í Vísnabókinni. Sem sýnishorn kveðskapar hans er
hér erindi úr »klögun yfir þeim gamla Adam, sem í
holdinu býr«, kallast Hugraun:
»Pegar að sólarbirtu ber
á blankan turn og skíra gler,
á kvennaskara og konga her,
kaupskip, segl og reiða,
guðvefspell og glæsta höll,
grænan lund og sléttan völl,
steindan múr og strætin öll,
stál og lilju breiða,
guðlegt yndi, greini ég frítt,
pað gengur vítt
og gerir ei nokkurn leiða«.
Sr. Ólafur Guðmundsson, bróðir sr. Sigfúsar,
var prestur að Sauðanesi. Svo er sagt, að þegar hann
flutti þangað, hafi hann mist allar bækur sínar í á
og engu getað bjargað nema latneskri sálmabók; hafi
hann tekið þetta sein bendingu ofan að og lofað að
þýða bókina á islenzku. Svo sem ég gat um, á sr.
Ólafur mestan þátt í salmabók Guðbrands biskups,
en nú verður ekki séð, hverja sálma bann hefir þýtt,
og herjir eru eftir aðra. Biskup hlaut annars mikið
ámæli af þvi, að tilgreina ekki þýðendur sálmanna;
sögðu fjandmenn hans, að bann vildi með þessu draga
sér þann heiður, er öðrutn bæri. — í Vísnabók eru
nokkur kvæði sr. Ólafs: »Deila holds og sálar« —
sr. Einar á kvæði um sama efni framar i bókinni —,
Ellikvæði, sem lengi var í miklu afhaldi og Gátu-
vísur — hin alkunna Sfinxargáta með ráðningu. —