Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 108
102
Guðm. Finnbogason:
IÐUNN
fyrir og hvortveggja Ioðir við eins og farði í þeim
hlutum sem hann sezt á, þá hirði ég ekki að greina
þar á milli. Ég ætla hvort sem er ekki að tala um
þessa hluti frá sjónarmiði efnafræðinnar, heldur um
notkun þeirra, og ég skal þá fyrst stuttlega líta yQr
sögu andlitsfarðans, og þar næst víkja að því, hvort
það sé nauðsyn eða vel ráðið að íslenzkar konur
reyni að auka fegurð sína með þessum hætti.
Saga andlitsfarðans á upptök sín i forneskju.
Kunnugt er að ýmsar villiþjóðir maka líkama sinn
í leðju eða feiti til að verjast veðurbiti eða flugna-
biti, eða draga úr því, og ef til vill eru þar sam-
eiginleg upptök andlitsfarðans og hörundflúrsins.
Norskur höfundur, Dr. F. B. Wallem, segir: »Villi-
maður, sem klórar sig til blóðs til að draga úr svið-
anum af skordýrsstungu, ieynir að stöðva blóðrás-
ina t. d. með þvi að maka sig í ösku eða leðju;
með þeim hætti getur komið fram hörundsflúr, og
menn vita dæmi um Indíána er bera slíkt ósjálfrátt
hörundsflúr, er lítur alveg eins út og það sem aðrir
Indíánar skreyta sig með, af ásettu ráði«. Þarna er
er bent á hvernig hörundsflúrið (tattovering) getur
hafa átt upptök sín í athöfn, er sprotlin var af nauð-
syn. Hinsvegar er skiljanlegt, að þegar einu sinni
liturinn. er kominn á líkamann, þá getur þótt að
honum prýði, og þar með er komin hvötin til að
mála sig til skrauts. Þá kemur samkepnin og hver
þykist því meiri maður sem hann makar sig þykk-
ara. í Tanna »tákna sumir höfðingjarnir tign sfna
með því að smyrja sig með sérstökum litarsmyrsl-
um og smyrja þeim þykt eins og leðju«. Sumar þjóð-
ir hafa notað oliu eða aðra Qtu til að vernda hör-
undið, og þá heQr það orðið tákn valda og tignar,
að smyrja mikið eða úr dýrum efnum. því ríkari
sem Hottintotti er, því meiri feiti og smjör notar