Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 152
146
Bengt Lidforss:
IÐUNN
og þriðju frjóvgunar fengust úr fyrsta eggjahópnum
185 kvendýr og 164 karldýr, úr öðrum 20 kvendýr
og 30 karldýr og úr þeim þriðja 271 karldýr en ekki
eitt einasta kvendýr. í þriðju tilrauninni fengust,
þegar alt gekk til eðlilega 58 karldýr og 53 kvendýr,
en úr þeim eggjaflokkuum, sem var látinn þroskast
lengur en eðlilegt var komu 299 karldýr, eitt tví-
kynja dýr, karlkyns öðrumegin og kvenkyns hinu-
megin, en ekkert hreint kvenkyns dýr. Þessar til-
raunir Heitwigs voru síðar endurteknar með sams-
konar niðurstöðu af rússanum Kuschakewitsch, og
þær sýnast sanna endanlega, að minsta kosti hvað
þessa tegund snertir, að þau egg, sem ná meiri þroska
en eðlilegt er, verða nálega eingöngu að karlkyns
afkvæmi.
Þá er nú eftir að vita, hvort hægt sé að heim-
færa þessar niðurstöður upp á það, sem áður hefir
verið sagt um þau öfl, sem starfa að því, að ákveða
kynferði barnanna. Úr þessu er afar erfitt að skera„
einkum vegna þess, að vér vitum ekki hvort til-
raunadýrin eru í sama flokki og fiðrildin og kanarí-
fuglinn, og gengur með tvær tegundir eggja, eða hvort
það eru sæðisdýrin sem eru tvens konar, eins og hjá
mönnum. En þær niðurstöður, sem Hertwig komst
að sýnast gefa talsvert góða skýringu á því, hvers
vegna pillbörn eru algengari hjá æðri stéttunum en
lægri. Það er af því, að eggin fá þar yfirleitt að ná
meiri þroska áður en þau frjóvgast, heldur en hjá
lægri stéttunum og svertingjunum. Svertingjar hafa
lengi haft á sér það orð, að holdsfýsn þeirra væri
óvenju sterk. Og að því er til öreigalýðsins kemur,
þá mun það oft og einatt vera svo, að faðmlög karls
og konu er eina líkamlega nautnin, sem kostur er á
í gleðisnauðri tilveru. En því tíðari sem þau eru,
því minni líkur eru til þess að eggin nái verulegum
þroska áður en þau frjóvgast, og að sama skapi