Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 19
IÐUNN
Stephan G. Stephansson.
13
þeir horfðu á hann forvitnisaugum nokkura stund,
lögðust svo til sunds yfir ána og hurfu þar inn í
skóginn.
Lítið tóm gafst Stephani til að lesa á þessum ár-
um, og virðist hafa ort fátt, en sum atvik frá þeim
árum, urðu honum síðar yrkisefni.
f Wisconsin kvongaðist Stephan, 28. ágúst 1878,
frændkonu sinni Helgu Sigríði. Hún er fædd í Mjóa-
<lal i Bárðardal 3. júlí 1859, dóttir Jóns bónda Jóns-
sonar, og Sigurbjargar, föðursystur Stephans, sem fyrr
vóru nefnd. Helga er hin gervilegasta og besta kona,
og hefir heimili þeirra verið hið skemtilegasta. Bróð-
ur á hún einn, Jón Jónsson, bónda við Garðar, í
Norður-Dakota. Hann sat þing þess fylkis um eitt
skeið.
Efnahag sínum þá lýsir Stephan svo: »Eigur min-
ar vóru, að nafninu, liðugar 160 ekrur afhöggvins
furuskógar, kröksettar stór-stofnum og sendnar. 12
ekrur hafði eg hreinsað, að mestu. Aligott íbúðarhús,
eftir því sem þar tíðkaðist og þrír eða fjórir naut-
gripir — og »giftingartollurinn« i peningum! sem síra
Páll Porláksson vildi ekki þiggja, bæði af því, að
honum var vel til mín, og svo hins, hann bað mig
að leyfa sér að gera það fyrir ekkert, fyrsta prests-
verkið, sem hann gerði fyrir íslendinga«. En sira
Páll var þá prestur Norðmanna, þar í grend, en
gegndi prestsverkum hjá íslendingum í hjáverkum.
Börn þeirra hjóna eru þessi: Baldur, nú 43ja ára.
Hann býr á næstu jörð við foreldra sína. Er kvong-
aður og á sex börn. Guðmundur, 41 árs, kaupmaður í
Markerville; kvongaður og á átta börn. Jakop Kristinn
36 ára, ókvæntur, á heimili foreldra sinna. Stefaný
Guðbjörg og Jóný Sigurbjörg, tvíburar, 33ja ára,
giftar bændakonur og búa í nágrenni við föður sinn.
Stefaný á einn dreng barna. YDgsterRósa Sigurlaug,