Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 61
3ÐUNN
Ernest Renan.
55
hebresku við Collége de France. Um þá starfsemi
hans segir Lemaitre: »Hann var málfræðingur og
sagnaritari, sem ritaði um þau efni, að vart sýndist
mega vænta, að hann yrði þektur nema af fámenn-
um hóp manna. Frægð sú, sem hann gat búist við
var strangvisindaleg, eins og t. d. frægð Taine’s. En
það atvikaðist nú svo, að þessi hebreskukennari, þessi
maður, sem fékkst við svo mjög alvarleg viðfangs-
efni, aflaði sér ekki að eins frægðar, heldur einnig
og alveg óvænt alþýðuhylli og jeg get bælt við, jafn-
vel hinnar áköfustu alþýðuhylli, eitlhvað í líkingu við
■Coquelin eða Söru Bernhardt. Og þetta er eins dæmi.
En þessi undantekning frá öllu venjulegu heíir haft
sínar afleiðingar. Orð meistarans, sem bárust svo
langt út yfir hin eðiilegu vébönd kenslu hans hafa
ekki verið fullskilin; menn hafa dáðst að honum og
hatað hann gagnstætl því sem við átti og gjört sér
heimspeki hans alt of óbrotna. Af því að höfundur
»Uppruna kristindómsins« fékst við myrkt efni
og lét oft í ljósi efa um ýmsa viðburði, þá hafa
menn hiklaust breytt þessari sögulegu efasemi hans
i siðferðislega efasemi. Par að auki hafa fáfræðing-
arnir í stað þess að dærna um hann eftir hinum al-
varlegustu ritum hans, dæmt hann að mestu einung-
is eftir ýmsum smærri ritum, þar sem hann kannast
við sjálfur, að ímyndunaraflið hafi fengið lausan
tauminn.
því að Renan þekti vel sjálfan sig: »Ólán mitt
var«, segir hann i Patrice, »að vera of gagnrýn-
inn, það er hættulegt fyrir inanninn að hafa um of
sundurgreint sína eigin hæfileika og að sjá of glögt
limina í vélinnk. Og síðar segir hann: »Hárbeitta
hugsun getur enginn losað sig við. Það er hægt að
kannast við, að hugsunin hafi farið afvega, en ekki
að koma henni á rétta braut aftur«.
Svo stórgáfaður, sem Renan var, sá hann hlutina