Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 13
IÐUNN
Stephan G. Stephausson.
7
þar hefir íninni hans og athyglisgáfa þegar náð að
þroskast, og í þeim efnum h.ygg eg, að hann eigi
fáa sina lfka. Eg spuröi hann eitt sinn, í bréfi, hvaö
hann myndi fyrst til sín, og svaraði hann því á
þessa leið:
»það sem eg man fyrst til min, árla á Kirkjuhóls-
ævi minni, var, að hestur, stólpagripur en aldraður,
sem faðir minn átti, var sleginn af. Hafði kviku-
slitnað. Sagður ólæknandi sökum aldurs. Nefndur
»Skór«, eftir hvítuin hófi. Þetla fékk mjög á mig.
Skrokkur hans var hirtur og seldur til hákarlabeitu.
Eg stalst til, tók »sviðin«. Druslaði þeim út á hól-
barð, yst á velli, bar svo steina upp úr lækjardragi,
sem þar var, og gerði úr grjóldys. Fékk mér fjalar-
stúf, festi á hann blað úr bænakvers-rifrildi, prent-
uðu, tylti rúðubroti yfir það, og iét rísa upp úr
hrúgunni. Hafði séð svipaðan »bautastein«, úr tré,
í Víðimýrarkirkjugarði. Mér varð miklu hugléttara á
eftir. Fanst víst eg hafa gert mina skyldu. Eg kom
að Kirkjuhóli 1917, — hann var þá í eyði, — og
gekk út á vallarbarðið, þar sem Skóshaugur var
orpinn forðum. Steinar lágu þar enn, nokkrir, en
þögðu um, hvort þeir væru mínir«.
t*á getur hann og annars atburðar, er gerðist á
Kirkjuhóli, og honum sárnaði injög.
»Eg hafði«, segir hann, »gróðursett þrjár kartöfiur
ofan í fjóshauginn, eitt sumar þar. t*ær spruttu og
báru af, eins og þær væri í garði í Gósen, og eg
var hreykinn og ánægður. »í drambsemi mins hjarta«,
gerði eg það glappaskot að sýna leikbróður minum,
frá næsta bæ, akurinn. Hann tók þessu svo, að hann
sleit allar kartöflurnar upp, og reyndi að rota mig
með þeirri stærslu, svo að eg flýði, því að hann var
mikið eldri og sterkari en eg. Eftir þetta hætti eg
við kartöflurækt og haugaakra á íslandi! En lengi
átti eg samt tvo til þrjá bletti, uppi á bæjarvegg,