Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 16
10
Baldur Sveinsson:
IÐUNN
Frá sumarnætur vöku
í firðinum mínum heima,
Er byrþrota við »Krókinn«
hneptist hópur fleyja,
Og hilti upp við sundið
á milli lands og eyja«.
Vorið 1870 réðst Stephan í vinnumensku til Jóns
bónda Jónssonar og Sigurbjargar Stefánsdóttur, föð-
ursystur sinnar, að Mjóadal, efsta bæ i Bárðardal
i Suður-Þingeyjarsýslu, en foreldrar hans urðu þá
vinnuhjú þar á næsta bæ, Mýri, hjá Kristjáni Ingjalds-
syni og Helgu konu hans, sem var hálfsystir föður
Stephans. Á norðurleið kom Stephan á Akureyri og
•varð hrifinn mjög af reyniviðartré, er hann sá þar í
liúsagarði. Varð honum það svo minnisstætt, að þá
er hann kom til Akureyrar 1917, fór hann að spyrja
það uppi, því að hann saknaði þess, en það hafði
brunnið þar í bæjarbrunanum mikla nokkurum árum
áður. »Þó varð það að engu«, segir Stephan, »þegar
eg sá Vaglaskóg vorlaufgaðan yfir Fnjóská óreiða.
Hann verður ætíð fallegasti skógurinn, sem eg hefi
séð, af öllum hundruðum þeim, sem bæði vóru marg-
falt meiri og fegri. Við fórum Fnjóská á ferju, en
hún var nærri »óferjandi«. Enn sé eg hana í hugan-
um, sundafulla, að eins höfuðin á heslunuin okkar
upp úr, sem hún íleygir eins og fisum ofan fyrir all-
ar götur, svo að mér sýnist þeir muni aldrei losa
sig úr streng hennar, stólpagripirnir, lausir og liðug-
ir, en alt í einu brjóta þeir fjötur hennar og stökkva
á land«.
Fátt er mér kunnugt um veru Stephans þar nyrðra,
og fátt af kvæðum hans f Andvökum er ort þar. Þó
kvaðst hann hafa kveðið »mestar vitleysur« í Mjóa-
dal, »ef til vill af þvi, að þá las eg minna, færri
bækur að fá og margt lesið áður, en klúðra mátti
saman hendingum, hvar sem stóð«.