Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 71
IÐUNN
Vísnabók Guðbrands biskups.
65
sr. Ólaf Guðmundsson á Sauðanesi eiga mestan þátt
í þessum þýðingum, en biskupi sjálfum eru eignaðir
2 þýðingar á 103 sálmi Davíðs.
Þó að biskup hafi tekið upp eldri sálmaþýðingar,
má sjá, að hann hefir látið sér annara um búning
og kveðandi, heldur en hinir fyrri þýðendur. í for-
mála sínum deilir hann á þá, sem vilja ekki vanda
kveðandina: »—-------og vilja ekki líða, að sálmar
sé upp á hljóðstafagrein útlagðir, og meina að ei
varði, með hverju móti það er útlagt, sem í kirkj-
unni syngjast skal, þegar það verður skilið. Og gefa
þeir hinir sömu þar með nóglega að undirstanda,
hvílíka rækt, ást og virðing þeir hafa til guðs orðs
og síns eiginlegs móðurmáls; því að mjög er það
misráðið og ólöglegt að vanda veraldlegar vísur og
önnur ónytsamleg kvæði með mestri orðsnilli og
mælsku, sem maður kann bezt, en hirða ekki um
að vanda það, sem Guði og hans lofgjörð til kemur«.
— Ekki skara þessir sálmar svo fram úr hinum
eldri sem vænta mætli eftir orðum biskups. Þeim er
flest öllum mjög ábótavant og standa langt að baki
sálmakveðskap 17. aldar, jafnvel þó að þeir séu ekki
bornir saman við sálma höfuðskálda þeirrar aldar.
Þó var sálmabók Guðbrands gefin út mörgum sinn-
um, endurbætt og aukin og var hún notuð við guðs-
þjónustur í 2 aldir, alt þangað til Höfuðgreinabókin
kom út.
Nokkru síðar (1594) gaf biskup út messusöngsbók,
Graduale eða grallara, sem notaður var fram að
aldamótunum 1800. Hvorutveggja, sálmabókinni og
grallaranum er skipað niður og hagað eftir erlendum
(dönskum) fyrirmyndum.
Með útgáfu sálmabókarinnar og grallarans þóttist
Guðbrandur biskup hafa komið kirkjusöngnum í við-
Iðunn VIII. 5