Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 51
IÐUNN
Ernest Renan.
45
til einhvers tómleiks í huganum. Klassiska yfirborðs-
kenslan, sem ég naut, hafði þau áhrif, að í þrjú ár
hafðist rökhyggjan ekkert að, en samt sem áður
eyddi þessi kensla hinni barnslegu trú minni. Krist-
indómi mínum hnignaði töluvert, en ekkert var enn
í huga mínum, sem hægt var að kalla trúarefa«.
Eftir þessi þrjú ár var náminu í Saint Nicolas du
Chardonnet lokið og fluttist hann þá með félögum
sínum í hinn mikla skóla Saint Sulpice. Þessum
skóla var tvískift og heimspekisdeildin var i þorpinu
Issy, rétt hjá París, þar sem skólinn átti mikið hús
og undurfallegan, gamlan trjálund. Um þennan trjá-
lund segir Renan, að á eftir dómkirkjunni í Tréguier,
þá hafi hann orðið önnur vagga hugsana sinna.
í Issy byrjaði hann fyrir alvöru að lesa. Hann las
og las í öllum frístundum; meðan hinir sveinarnir
léku sér, sat hann undir trjánum og las, og í þau
tvö ár, sem hann dvaldi þar, notaði hann aldrei þau
leyfi, sem oft voru veitt til að fara til Parísar, heldur
sat hann kyr og las, þótt kennarar bans oft hefðu
orð á því, að það mundi óholt fyrir heilsu hans að
sitja ávalt kyr.
En vart mun nokkurn kennara hans hafa grunað
hver afleiðingin yrði af þessari lestrarfýsn og ígrund-
un, nema ef vera skyldi einn ungan klerk, Gottofrey
að nafni. Honum fanst Renan ieiða of mörg skyn-
semisrök og tók hann því afsíðis eilt kveld og sagði
honum, að hann væri ekki kristinn. Miklum ótta sló
á Renan við þessa yfirlýsingu, en hann hvarf þó
fyrir áhrifum hinna kennaranna og Renan hélt áfram
að búa sig undir að verða prestur og fór nú í guð-
fræðisdeildina í París.
En nú fer að draga að hinni kvalafullu breytingu,
sem varð á lífi Renans, binu óttalegasta sálarstríði,
sem nokkur getur orðið fyrir, því að Renan efaðist
ekki að eins um prestlega köllun sina, heldur líka