Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 154
148
Bengt Lidforss:
IÐUNN
meistarastykki, sem svepptegnnd ein gerir (Ustilago
violacea). Pessi sveppur lifir á duflberum blóms eins,
sem er einbúajurt, og etur efni það, sem jurtin ætl-
ar til myndunar fræmjölsins. Ef sveppurinn nú lendir
á kvenblómi, sem ekki myndar neitt fræmjöl er hann
matarlaus. En hvað skeður? Snýkigesturinn lætur
blómið hvorki meira né minna en breyta um kyn-
ferði, Á kvenblóminu eru ofurlitlar smá leifar af
duftberum, sem nú taka að vaxa, svo að þeir ná
fullri stærð, og nú svelgur sveppurinn í sig krásina
alveg á sama hátt og Sacculina I krabbanum.
Nú hljóta menn að spyrja, hvernig sný'kidýr þessi
geti komið svona stórkostlegri breytingu til ieiðar.
Og svarið sýnist bljóta að vera á þá leið, að þessi
snýkidýr gefi frá sér eitt eða ef til vill fleiri efni,
sem breyti svona gjörsamlega framtíð húsbænda þeirra.
1 fljótu bragði gæti virst svo, sem þetta svar gerði
undrið að eins enn þá undarlegra. Efni, sem getur
breylt karlmanni i konu eða konu í karlmann, sýn-
ist eiga betur heima í svartagaldri miðaldanna, en
f vísindum nútímans. En þeir hlutir hafa skeð á síð-
ustu árum, sem sýna, að hér er ekki um neina fjar-
slæðu að ræða. Til dæmis má nefna, að ef kynkirtl-
arnir eru skornir burt úr karl-marsvíni, sem er nokk-
urra vikna gamalt, koma venjuleg geldings einkenni
brátt í Ijós. En ef nú annar kirtillinn er græddur
við hryggvöðvana, þá fær dýrið alveg venjulegan
þroska, kynfærin fá eðlilega stærð, kynferðisfýsnin
er með eðlilegum hætti o. s. frv.
En auðvitað myndast hér engin sæðisdýr, því að
frumluvefur sá, sem myndar þau, visnar. En þær
frumlur sem eftir eru, gefa frá sér efni, sem síðan
fara út um líkamann og gefa honum fulla karldýrs-
mynd. Ea ef nú sæðiskirtlarnir eru teknir burtu úr
□okkurra vikna gömlu karl-marsvíni, og i stað þeirra
græddur í kviðarholið eggjastokkur úr kvendýri, þá