Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 88
82
Pétur Sigurðsson:
IÐUNN
í syndum margir sofna.
Guð minn, guð minn, sjá til mín
fyrir sonarins pín
og sættina halt órofna«.
Siðskiftamenn höfðu illan bifur á kaþólskum kveð-
skap, sem von var til. En þó voru mörg helgikvæði
úr kaþólskum sið jafngóð og gild eftir sem áður,
þau sem voru laus við alla páfavillu, og var ástæðu-
laust fyrir siðskiftamenn að amast við þeim. Aftur
voru önnur kvæði svo kær og hjartfólgin almenningi,
að lítil von var til þess, að unt væri að bola þeim
út með nýjum kvæðum. En þá var annað ráð:
að víkja þeim svo við og lagfæra, að samrýmst gætu
hinum hreina lærdómi. Aðvísu höfðu engir kaþólskir
sálmar íslenzkir verið teknir upp í sálmabækurnar
og grallarann, en þó voru margir erlendir kaþólskir
sálmar þýddir í sálmabók Guðbrands, svo sem:
»Þann signaða dag vér sjáum nú einn«, sem er
þýðing á »Dogirsen«, gömlu kaþólsku kvæði, dönsku
eða sænsku, og auk þess er þar þýddur fjöldi latn-
eskra sálma. En í Vísnabókinni, sem álti að útrýma
eldri kveðskap, pápiskum og veraldlegum, varð að
líta nokkuð á smekk alþýðu manna og fastheldni
við það, sem hún hafði mætur á. Fyrir því eru þar
ekki allfá tvæði úr kaþólskum sið. Biskup hefir þó
viljað taka það ljóslega fram, að hér væri ekki að
ræða um undanhald eða dekur við kaþólskuna, og
kemst hann því svo að oröi í fyrirsögn fyrir öðrum
parti bókarinnar, að þar séu »gömul og góð ltvæði
og vísur fyrri manna og forfeðra, hvar af vér meg-
um sjá og merkja og guði þakka, að í þeim blinda
páfadómi hafa margir haft góða og sanna kynning
á almátlugum guði«.
Af kvæðum nafngreindra höfunda vil ég fyrst nefna
Davíðsdikt og Píslargrát Jóns biskups Arasonar,