Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 107
IÐUNN
Um andlilsfarða.
101
En litaraft íslenzkra kvenna á umliðnum öldum
ætti líka að mega ráða nokkuð af litarafti þeirra á
vorum dögum, því að ætternið er enn hið sama og
svo landið, sem vér byggjum. Nú viröist mér sjón
sögu ríkari um það, að eitt af því sem einkennir ís-
lenzkar konur og prýðir hvað mest, er fagur hör-
undslitur. Eg hefi oft fundið það með gleði og að-
dáun, þegar ég hefi komið hingað heim frá úttönd-
um, svo að mér var samanburðurinn við eiiendar
konur auðveldur, og mér hefir þá fundist að þessi
litfegurð íslenzku stúlknanna væri þeirra yndislegasta
skart. Ef til vill er þetta litaraft að nokkru leyti
loftslaginu hér að þakka, aö minsta kosti sýndust
mér ekki íslenzkar konur vestan hafs eins litfríðar
og hér heima.
En nú kem ég að því sem er tilefni erindis mins,
og það er að hiu vegsamaða litfegurð íslenzku stúlkn-
anna er í hættu, ef ekki verður að gert. Hörundslitur
margra íslenzkra stúlkna er að breytast til hins
verra, þó að hvorki kynstofninn, né heilsufar þjóð-
arinnar, né loftslagið hafi versnað svo menn viti. Breyt-
ingin á litaraftinu er algerlega sjálfskapavíti. Á síðustu
árum hafa sem sé sumar íslenzku stúlkurnar tekið
upp útlendan ósið, að lita andlit sitt: varir, kinn-
ar og augabrýr. Þessi ósiður hefir aldrei áður, svo
menn viti, fest rætur i landi hér, enda eru ekki á
íslenzku enn nein heiti á efnum þeim, sem höfð eru
til þessarar andlitsmálunar: sminke og pudder. Eg
hefi leyft mér að kalla þessi efni einu nafni and-
litsfarða, þó ég viti vel að þau eru nokkuð sitt
með hverjum hætti. Farði er sama orðið og fard á
frönsku, sem þýðir »sminke«. Munurinn á »sminke«
og »pudder«, sem kallað er »andlitspúður« í auglýs-
ingunum hérna, er meðal annars sá, að »púðrið« er
duft, en »sminke« áburður, en þar sem bæði »sminke«
og »púður« gefa andlitinu annan lit en það hefir