Kirkjuritið - 01.09.1950, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.09.1950, Blaðsíða 7
ALBERT SCHWEITZER 159 Ef segja ætti ævisögu hans svo að nokkru gagni yrði, mundi það verða stór bók, og mér er grunur á, að hann verði einn þeirra manna, sem lifir þótt hann deyi, og frægð hans muni fara vaxandi, þegar tímar líða. Albert Schweitzer er fæddur 14. janúar 1875 í Kayser- berg í Efra-Alsace, en fluttist á unga aldri til Gúnsbach í Múnster-Dalnum, þar sem faðir hans, Louis Schweitzer, var vel virður prestur. Var hann frá barnæsku jafnhand- genginn franskri og þýzkri menningu, enda voru tungur beggja þjóða honum jafntamar. Og enda þótt franska væri töluð á æskuheimili hans, hefir hann þó ritað flestar sínar bækur á þýzku. Voru sumir forfeður hans ættaðir frá Sviss. En í öllum þeim ættleggjum, sem að honum stóðu, Var rík trúhneigð, fræðimennska eða tónlistargáfur. Þannig var föðurafi hans skólameistari og organisti, afabróðir hans var einnig organisti. Og Schillinger prestur, móður- afi hans, var frægur organisti og tónskáld. 1 minningum frá bernsku og æskuárum hefir hann á hugðnæman hátt lýst æskuheimili sínu og umhverfi þess, hinum undurfögru, skógi vöxnu hlíðum Vogesarfjallanna, með útsýni til Rínar. Varð þess snemma vart, að fegurð eáttúrunnar hafði djúp áhrif á hann og vakti hann til Umhugsunar um leyndardóma lífsins. Hann var sem barn úulur og viðkvæmur í lund. Ekki bar á undragáfum hjá honum, nema á tónlistarsviðinu. Þó braut hann heilann bm fleira en títt er um börn á því reki og snemma sló niður í hann hugmyndum, sem síðar báru ríkulegan ávöxt í lífi hans. Hann var sendur ungur í menntaskóla í Múlhausen, þar sem hann bjó hjá frændfólki sínu. Segist hann í fyrstu hafa átt dálítið örðugt með stærðfræði og fornmálin, en hugur sinn hafi hneigzt af alefli að náttúruvísindum og sögu. Þó fór svo, að honum urðu málin töm, og í sagn- fræði og sögurýni vakti hann athygli og aðdáun próf- dómendanna, er hann útskrifaðist úr skólanum. Segir Schweitzer, að það hafi verið sú námsgrein, sem hann hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.