Kirkjuritið - 01.09.1950, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.09.1950, Blaðsíða 40
192 KIRKJURITIÐ Séra Ámi Sigurðsson, fríkirkjuprestur í Reykjavík. Séra Theódór Jónsson, sóknarprestur að Bægisá. Vottuðu fundarmenn þeim virðing sína og þökk með því að rísa úr sætum. Þá benti formaður á það, hvemig dæmi hinna látnu bræðra gætu orðið þeim, sem eftir lifðu, hvatning til starfa og dáða. Hann talaði um andlega stríðið, sem nú væri háð um æsku mannkynsins og framtíð, og mælti m. a. á þessa leið: „Annars vegar er vantrú og efnishyggja, hins vegar kristin- dómurinn, hugsjón kærleikans og kraftur. Annars vegar dauði, hins vegar líf. Og kallið berst út um jörðina: Kristnir menn, sameinist allir um frið á jörð og ríki Guðs, hvað sem það kostar. Forystu kirkjunnar í heiminum er krafizt. Augun horfa til hennar. Mun hún standast lífsraun sína? Munu lærisveinar Krists enn sem fyrr reynast salt jarðar og ljós heimsins? Krist- ur segir: „Borg, sem reist er á háum fjallstindi og víggirt, getur hvorki hmnið né dulizt. Hlið Heljar skulu eigi verða yfir- sterkari." Hví skyldi þá örvænta um hag veraldar eða horfa með kvíða til komandi tíða? En hvað um okkar íslenzku kirkju? Hefir hún ekki frá önd- verðu og allt til þessa dags verið hér borg á fjalli, sem ekki fær dulizt? Enginn getur efast um það. Kirkjusaga Islands er jafnframt þjóðarsagan. Kristnin hefir verið snar þáttur í menn- ingarlífi þjóðarinnar á ótal sviðum og hlutur prestanna þar góður. Nú hvíla augu allrar þjóðarinnar á kirkjunni, já, alveg sér- staklega okkur, prestastéttinni. Við erum að ganga undir mikla, opinbera prófraun. Borg á f jalli fær ekki dulizt. Þeirri vegsemd fylgir einnig hinn mesti vandi. Augu þjóðarinnar hvíla á okkur, hnípinnar þjóðar í vanda. Hvað getum við þá gjört? Það mun verða umræðuefni þessa fundar. Kirkjan og þjóðmálin er jafnan höfuðvandamál líðandi stundar. íslenzk þjóðarsál er í hættu. Baráttan er hin sama hér sem annars staðar, um æskuna. Annars vegar vantrú og efnishyggja. Hins vegar kristindómur. Andlegt líf og framtíð þjóðarinnar liggur við, að við bregðumst ekki hlutverki okkar. Rökræður um skiptar skoðanir geta reynzt hollar og prédikanir góðar. En framkvæmdir eru betri. Við verðum að sýna það í verki, að þjóðaruppeldið sé okkur heilagt alvörumál. Við verðum að leit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.