Kirkjuritið - 01.09.1950, Blaðsíða 11
ALBERT SCHWEITZER
163
menn,“ sögðu þeir. Jafnvel villimönnunum blöskraði slík
fúlmennska.
Kona hans var nú alveg að þrotum komin og hafði orðið
að dvelja um tíma sér til hressingar út við ströndina. Vildi
þeim það til bjargar, að þau voru tekin til fanga af her-
skipi og flutt í fangabúðir í Evrópu. Þetta var 1917. Brátt
losnaði Schweitzer úr fangabúðunum, enda leið nú óðum
að stríðslokum. En ýmsar ástæður urðu því valdandi, að
nokkur ár liðu þangað til hann komst aftur til Lambarene
og fór þá einn síns liðs í það skipti. Fékk Söderblom biskup
hann til þess árið 1919 að flytja fyrirlestra við háskólann
í Uppsala, og alltaf var hann á ferð og flugi um álfuna
til að halda konserta eða fyrirlestra. 1921 var hann í
Sviss og aftur í Svíþjóð. 1922 fór hann í fyrsta sinni til
Englands og flutti fyrirlestra við háskólana í Oxford, Cam-
bridge, Burmingham og London. Sama ár flutti hann fyrir-
lestra um siðfræði við háskóla í Sviss og Kaupmannahöfn
og hélt þá konserta víða um Norðurlönd. Árið 1923 flutti
hann fyrirlestra við háskólann í Prag og hélt þá víða
hljómleika í Czecho-Slovakiu. Jafnframt þessum ónæðis-
sömu störfum vann hann kappsamlega að því að ljúka
samningu ýmissa rita sinna og koma þeim út.
Snemma árs 1924 lagði hann aftur af stað til Lambar-
ene og dvaldi þar að þessu sinni þangað til í nóvember
1927. Aðkoman var óglæsileg. Allt hafði fallið í niður-
níðslu meðan hann var burtu. Eftir stóðu þaklausar beina-
grindur af húsunum. Villigróðurinn þakti götur og stíga
°g var að kæfa allt á ný. Það var ekki gistandi í neinum
kofa og hann varð að hefja allt byggingar-verkið að nýju,
°S að þessu sinni var það gert stórum betur en áður. Eftir
f^P fjögur ár var hann svo yfir sig kominn af ofþreytu,
að ekki var um annað að gera en hverfa á ný til Evrópu
°g taka sér hvíld. En reyndar varð sú hvíld ekki í öðru
fólgin en skipta um loftslag og snúa sér að öðrum við-
fangsefnum, því að hann var ekki fyrr kominn til Evrópu
en hann var á ferð og flugi um þvert og endilangt megin-