Kirkjuritið - 01.09.1950, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.09.1950, Blaðsíða 13
ALBERT SCHWEITZER 165 ungum frábærir hæfileikar í tónlist, og hefir einn vina hans komizt þannig að orði, að ef hann hefði ekkert orðið annað, mundi hann án efa hafa orðið mikið tónskáld. Sextán ára að aldri var hann orðinn stórum snjallari kennara sínum í organleik og öll námsárin iðkaði hann þessa list af kappi. Kennari hans í píanóleik var Marie Jaell—Trautmann, en hún hafði verið nemandi Liszts. Og í París hóf hann átján ára gamall nám í organleik hjá franska organist- anum og tónskáldinu Charles Marie Widor. Tókst með þeim aldavinátta og gerðist nemandinn engu síður kennari hins. Segir Widor frá þessu sjálfur. ,,Hvað viltu helzt spila?“ spurði Widor. „Auðvitað Bach,“ svaraði nemandinn. Og nú er þeir voru að fara yfir ein- hverjar af sálma-perludium Bachs, lét Widor þá athugasemd falla, að það væri undarlegt, að sér væri tónlist Bachs auðskiljanleg í fúgum og prelúdium, en undir eins og komið væri í sálmalögin yrði sér allt myrkt og torskilið. „Ekkert er eðlilegra," svaraði Schweitzer, „það er enginn leið að skilja sálmalögin, fyrr en maður þekkir sálmana, sem þau eru ort við. Sýndi Widor honum þá ýmislegt, sem fyrir honum hafði verið hreinasta ráðgáta, en Schweitzer þuldi þá alla sálmana eftir minni og sneri þeim jafnharðan á frönsku og lá þá allt ljóst fyrir. Næstu kvöld léku þeir allar sálma-prelúdiur Bachs, og segir Áhdor, að sér hafi þá opnazt nýr skilningur á Bach, sem hann hafi ekki haft minnstu hugmynd um áður. Stofnuðu þeir félagar ásamt fleirum Bachsfélag í París °g var Schweitzer ráðinn fastur organisti hjá félaginu, er það hélt hljómleika, og einnig hjá öðru sams konar félagi 1 Barcelona. Fór í þetta allmikill tími á námsárum hans. Árið 1902 fékk Widor hann til að semja ritgerð um hljómlist Bachs fyrir Conservatoríið í París, en þessi rit- Serð óx og varð að stóreflis bók, 455 bls., og var hún rituð f frönsku og kom út í París 1905. Hafði hann ritað hana 1 hjáverkum frá guðfræðilegum ritstörfum, er hann hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.