Kirkjuritið - 01.09.1950, Side 86

Kirkjuritið - 01.09.1950, Side 86
238 KIRKJURITIÐ mennimir, sem réttlætið sjálfa yður. En Guð þekkir hjörtu yðar. Því að það, sem er hátt meðal manna, er viður- styggð í augsýn Guðs.“ Hvort menn taka raunverulegt mark á kristindóminum, fer alltaf eftir því, hvort menn telja sig þurfandi algers hjálpræðis, hvort menn vilja í alvöru játa og biðja með Matthíasi: „Ég sjálfur ekkert á né hef, af auðlegð þinni part mér gef,“ „vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf, sem að lyftir oss duftinu frá“. Sá, sem hneykslast á því, sem ófalsaður kristindómur boðar um aðstöðu mannsins, er inni fyrir sannfærður um, að hann þurfi ekki á frelsara að halda, hann vill, einnig í sáluhjálparefnum, vera — sjálfum sér nægur. Það eru fjölmörg fleiri ummæli Jesú Krists, sem vert væri að rifja upp fyrir sr. Benjamín, því að hann hefir þó játað það, að hann sé fremur minnislaus á orð hans. Hann kvaðst ekkert muna um það, „hvar Jesús talar um hið gerspillta eðli mannsins". Ég minnti hann á Mark. 7, 21: „Innan að, frá hjarta mannsins, koma hinar illu hugs- anir, frillulífi, þjófnaður, morð, hórdómur, ágimd, ill- mennska, svik, munaðarlífi, öfund, lastmæli, hroki, fá- vizka; allt þetta illa kemur innan að.“ Ekki neitar sr. Benjamín því, að Jesús hafi sagt þessi orð, en hinsvegar segir hann, að þessi orð segi „ekkert um það, að eðli mannanna sé yfirleitt gerspillt“. Nú hafði ég einmitt varað við orðalaginu ,,gerspilling“, þar sem það orð segir ekkert án frekari skilgreiningar og þar sem sr. Benjamín annað- hvort misskilur það af fávísi eða notar það vísvitandi til þess að rægja kristindóminn. En spurningin, sem hann hliðrar sér hjá að svara, þegar hresst hefir verið upp á minni hans, er þessi: Er mannshjartað spillt eða er það óspillt samkvæmt þessum orðum Jesú? Talar Jesús hér um sérstaka manntegund, eða talar hann um „manneðlið yfirleitt"? Sprettur ekki þetta, sem upp er talið sem dæmi, frá hjarta mannsins sem slíks? Eða á Jesús við eitthvað annað?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.