Kirkjuritið - 01.09.1950, Blaðsíða 42
194
KIRKJURITIÐ
menn og störf þeirra hefðu þessar vonir brugðizt. Tvær heims-
styrjaldir hefðu geisað og lýðræði og frelsi væru í mikilli hættu
í heiminum. Mennimir hefðu ekki reynzt trúir hugsjónum 19.
aldarinnar.
Ef æskan bregzt, sagði ræðumaður, þá er það syndum feðr-
anna að kenna. Þá er það einnig vor sök, sem búum hana undir
lífið og framtíðina.
Til þess að kirkjan og prestarnir geti náð betur og raunhæfar
til þjóðarinnar, er þess þörf, að þeir láti þjóðmálin meir til sín
taka. Það er ekki ýkja langt síðan fjöldi presta sat á Alþingi,
en nú er svo komið, að þar situr enginn prestur. Og margir
telja, að þeir megi þar hvergi nærri koma. En Alþingi virðist
ekki hafa batnað við það, að prestar eru horfnir þaðan, enda
voru þeir ágætustu kraftar þess, tillögugóðir, sáttfúsir og vönd-
uðu vel verk sín. Eru minnkandi áhrif prestanna á þingi vottur
um áhrifaleysi þeirra og kirkjunnar í þjóðfélaginu? Sé svo, þá
er það illa farið.
Ríki Krists þarf að eflast, og góðir menn með Guð í hjarta
þurfa að ráða tækni veraldar. Svo framarlega sem afskipti af
þjóðmálum geta stutt vöxt þess, þarf kirkja og prestar að vinna
að þeim. Kirkjan má þar ekki verða utangarðs. Skylda kirkj-
unnar er að vinna sálir fyrir Guðs ríki. Hún þarf í hvívetna
að vinna að framgangi góðra mála í vorum heimi og því einnig
láta þjóðmál og alþýðumál til sín taka.
Vér viljum ekki byltingar, heldur þróun, og kirkjan á að
kenna fólkinu að elska lýðræðisfyrirkomulagið.
Prestar þurfa að ræða þjóðmál og skipa nefndir til athug-
unar á þeim, gjöra ályktanir, sem farið er eftir.
Lausnarorð nútímans er hugarfarsbreyting. Kirkjan verður
að styðja rétt lítilmagnans. Ef Drottinn byggir ekki húsið,
erfiða smiðimir til einskis. Þjóðmálin skulu vígð vígslu Krists.
Sá vinnur landi sínu bezt, sem honum þjónar.
Kirkjan þarf að taka tækni nútímans í sína þjónustu, og
þjónar hennar verða að ganga til móts við fólkið með nýrri
stéttvísi og nýjum starfsháttum.
Látum ekki stjórnast af gömlum kreddubundnum játningum,
af því að þær eru gamlar.
Einblínum ekki eingöngu í sólina, unz vér verðum blindir.
Látum hina eilífu sól lýsa við störfin, en ekki blinda.