Kirkjuritið - 01.09.1950, Side 55
PRESTASTEFNAN 1950
207
Séra Þorsteinn Ó. Briem lézt hinn 16. ágúst, rúmlega sextug-
ur að aldri. Hann fæddist að Frostastöðum í Skagafirði 3. júlí
1885. Foreldrar hans voru Ólafur Eggertsson Briem fyrrum
bóndi og alþingismaður og kona hans, Halldóra Pétursdóttir.
Hann útskrifaðist úr Prestaskólanum í Reykjavík 1908 og
sigldi síðan til framhaldsnáms til Danmerkur og Svíþjóðar.
Hann vígðist árið 1909 aðstoðarprestur til séra Jens Pálssonar
í Görðum á Álftanesi, veitt Grundarþing 1911, Mosfell í Gríms-
nesi 1918 og Garðar á Akranesi 1921, og gegndi því embætti
til 1946, er hann fékk lausn frá störfum vegna heilsubrests.
Hann var prófastur í Borgarf jarðarprófastsdæmi 1931—1946.
Séra Þorsteinn Briem var einn af merkustu prestum íslenzku
kirkjunnar, hafði mikla kennimannshæfileika og var prýðileg-
um gáfum gæddur, enda voru honum um ævina falin mörg
vandasöm og ábyrgðarmikil störf bæði innan kirkju og utan.
Hann átti meðal annars sæti í kirkjumálanefnd 1929—30, var
fulltrúi prestanna í kirkjuráði frá 1932. Sat á Alþingi 1934—
42 og var kirkjumálaráðherra 1932—1934 og jafnframt atvinnu-
og samgöngumálaráðherra. Hann hefir og ritað margar greinar
í tímarit og blöð.
Séra Þorsteinn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Valgerð-
ur Lárusdóttir fríkirkjuprests Halldórssonar, en hún andaðist
1924. Síðari kona hans var Oktavía Emilía Pétursdóttir Guð-
johnsen og lifir hún mann sinn.
Fyrir hönd prestastéttarinnar og kirkjunnar þakka ég öllum
þessum bræðrum vorum heillarík og og farsæl störf á akri
kirkju og kristni landsins og bið yður alla að rísa úr sætum
til þess að minnast þeirra og votta þeim þakkir og virðingu.
Drottinn blessi þá, störf þeirra og minningu.
Ennfremur hafa á árinu látizt fjórar prestsekkjur:
Frú Björg Einarsdóttir frá Dvergasteini,
frú Guðrún J. Jóhannesdóttir frá Bergstöðum,
frú Jóhanna Pálsdóttir frá Bíldudal og
frú Sigríður Hansdóttir Beck frá Hofi í Álftafirði.
Frú Björg Einarsdóttir var fædd að Stakkahlíð í Loðmundar-
íirði 23. júlí 1873. Hún giftist hinn 23. júlí 1892 séra Bimi
Þorlákssyni að Dvergasteini, og bjuggu þau þar fram til 1926,