Kirkjuritið - 01.09.1950, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.09.1950, Blaðsíða 10
162 KIRKJURITIÐ skólabekk í hinum sama háskóla, þar sem hann hafði áður unnið sér frægð sem prófessor. Og nú var ekki frem- ur en fyrr neitt hálfverk á neinu. Hann sótti samvizku- samlega tíma og iðkaði af kappi öll þau vísindi, sem að gagni koma í læknisfræði. Eftir sex ára nám tók hann doktorspróf í læknisfræði og hélt áfram að iðka sig í einstökum greinum læknislistarinnar. Þessi ár, segir hann, voru stöðug barátta við þreytu. Því að jafnframt læknanáminu hélt hann organtónleika víðs vegar um Þýzkaland, Frakkland og Spán, prédikaði næstum á hverjum sunnudegi og varð þá stundum að undirbúa ræður sínar í járnbrautarlestum, og auk þessa lauk hann á þessum árum við sum merkustu rit sín. Að loknu læknanámi kvæntist hann vorið 1912 Helene Bresslau, þýzkri hjúkrunarkonu, dóttur Harry Bresslau, sem var kunnur þýzkur sagnfræðingur. Árið 1913 fluttu þau búferlum til franska Congo, trú- boðsstöðvarinnar í Lambarene við Ogowefljótið, sem renn- ur út í Guineaflóann. Staðurinn er svo að segja á mið- jarðarlínunni, umlukinn frumskógi, þar sem blökkumenn á lægsta menningarstigi hafast við. Hefir mannát tíðkazt meðal þeirra til síðustu tíma. Loftslagið er svo óhollt, að fæstir Evrópumenn haldast þar við lengur en svo sem tvö ár í einu, þá verða þeir að flýja land. öll heilbrigðisskil- yrði eru hin hörmulegustu. Þarna dvaldi Schweitzer fyrst í f jögur og hálft ár. Þetta var á stríðsárunum fyrri. Styrjöldin snart hann persónu- lega. Móðir hans var troðin undir hesthófum riddaraliðs úti á götu og lét lífið. Hann reyndi að dylja vanvirðu Evrópuþjóðanna, sem mest hann gat fyrir innfæddum, því að hann grunaði að þeim mundi ekki þykja þær fréttir vel samrýmast þeim boðskap um bróðurkærleika, sem hann flutti. En eitthvað síaðist út. „Drepa þeir fleiri en tíu menn?“ spurðu mannæturnar. „Já, því miður, víst miklu fleiri,“ svaraði Schweitzer. „Þá hljóta þeir að drepa af eintómri grimmd, því ekki geta þeir etið svona marga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.