Kirkjuritið - 01.09.1950, Blaðsíða 66
218
KIRKJURITIÐ
hvers konar andkristilegum áróðri með þjóðinni, hvort sem
hann kemur fram í hinu talaða eða ritaða orði.
Aðrar samþykktir prestastefnunnar.
Kirkjan og friðarmálin.
Prestastefna íslands lítur svo á, að bræðralag og friður meðal
allra manna og þjóða, grundvallaður á kærleika, réttlæti og
fullri viðurkenningu á helgi lífsins og eilífu gildi hverrar
mannssálar, sé það meginatriði kristinnar menningar, sem
kirkjunni beri að vinna að á hverjum tíma.
Reynslan hefir átakanlega staðfest, að slíkur friður verður
ekki tryggður með stjórnmálalegum samtökum eða milliríkja-
samningum einum saman. Til þess þarf hina innri breytingu
hugarfarsins, eflingu friðarviljans meðal allra stétta.
Fyrir því telur Prestastefnan höfuðnauðsyn bera til þess á
þessum viðsjárverðu og alvarlegu tímum, að auka og efla áhrif
kristindómsins meðal þjóðanna og sameina hjörtu þúsundanna
í bæn til Guðs um réttlátan frið á jörðu.
í því sambandi óskar Prestastefnan, að biskup landsins beiti
sér fyrir því, að fyrirskipaður verði almennur bænadagur hér
á landi til eflingar friðarins, og vinni jafnframt að því við for-
ustumenn kirkjumála meðal hinna kristnu þjóða, að slíkur al-
þjóðlegur friðar- og bænadagur verði upp tekinn.
Almennur bænadagur.
Prestastefna Islands haldin í Reykjavík 1950 samþykkir að
fela biskupi:
1. Að ákveða sérstakan almennan bænadag og bendir sér-
staklega á fimmta sunnudag eftir páska sem heppilegan dag.
2. Biskup tilkynni prestum hverju sinni, hvert vera skuli
höfuðbænaefni dagsins.
3. Prestastefnan samþykkir og að kjósa þriggja manna
nefnd til að semja messuform fyrir þennan dag. Skal Þa^
messuform síðan lagt fyrir næstu Prestastefnu til samþykktar,
enda hafi það þá verið prófað hinn fyrsta bænadag.
Þessir menn voru kosnir í nefndina:
Séra Sigurður Pálsson, Hraungerði, séra Garðar Þorsteinsson,
Hafnarfirði, séra Sigurbjöm Einarsson, prófessor.