Kirkjuritið - 01.09.1950, Blaðsíða 51

Kirkjuritið - 01.09.1950, Blaðsíða 51
PRESTASTEFNAN 1950 203 kirknanna á hinum Norðurlöndunum. Þá beindi hann sérstak- lega orðum sínum til Dr. Manfred Björkquists Stokkhólms- biskups og kvað það vera sér mikið gleðiefni að bjóða hann hjartanlega velkominn til landsins, fyrir sína hönd, íslenzku kirkjunnar og þjóðarinnar. Ennfremur bauð hann velkomna til prestastefnunnar dönsku prestana, séra Finn Tulinius og séra Dag Möller, sem báðir væru af íslenzku bergi brotnir, og hefðu jafnan sýnt mikinn áhuga á íslenzkum kirkjumálum, og bæru mikinn hlýhug til þjóðarinnar. Síðan tóku til máls fulltrúar Norðurlandakirknanna hver af öðrum, ávörpuðu biskup og prestastefnuna, fluttu kveðjur frá höfuðbiskupum og kirkjum landa sinna og lýstu ánægju sinni yfir því, að hafa fengið þetta tækifæri til þess að heimsækja Island og kynnast kirkjulífinu þar og kváðust vona, að þessi heimsókn mætti leiða til aukins samstarfs allra Norðurlanda- kirknanna í framtíðinni. Fyrstur tók til máls Dr. Manfred Björkquist Stokkhólmsbiskup og talaði af hálfu sænsku kirkj- unnar, því næst prófessor Regin Prenter frá Danmörku, Vainö Marjanen prófastur frá Finnlandi og Kristian Hansson skrif- stofustjóri frá Noregi. Að lokum talaði dr. theol. Harry Jo- hansson, en hann er framkvæmdastjóri kirkjusamtaka Norður- landa (Nordisk Ökumenisk Institut), en á vegum þess félags- skapar var þessi virðulega heimsókn. Biskup þakkaði erindi og kveðjur gestanna. Því næst flutti hann yfirlitsskýrslu sína um störf og hag kirkjunnar á síðasta sýnódusári. YFIRLITSSKÝRSLA BISKUPS. Áður en ég að þessu sinni vík að starfi kirkjunnar á liðnu sýnódusári, vil ég með örfáum orðum minnast þeirra presta og prestsekkna, er látizt hafa á árinu. Óvenju stórt og vandfyllt skarð hefir á þessu starfsári verið höggvið í hóp stéttarinnar. Eigi færri en sex prestsvígðir menn hafa flutzt yfir landamærin miklu, þar á meðal margir þeir, sem hæst hefir borið í íslenzkum kirkjumálum á undanförnum árum og áunnið hafa sér traust og virðingu eigi aðeins safnaða sinna heldur þjóðarinnar allrar. Hinir látnu bræður eru þessir: 1. Séra Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur í Reykjavík. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.