Kirkjuritið - 01.09.1950, Side 64

Kirkjuritið - 01.09.1950, Side 64
216 KTRKJURITIÐ Þessir prestar hafa átt merkisafmæli á sýnódusárinu: Séra Þorvaldur Jakobsson f. prestur í Sauðlauksdal varð 90 ára hinn 4. maí s.l. Er hann elztur af öllum prestum landsins, en þó allvel em og hraustur. Séra Matthías Eggertsson f. prestur í Grímsey varð 85 ára hinn 15. júní s.l. Séra Sigurður Norland prestur í Hindisvík varð 65 ára hinn 16. marz. Séra Jón Guðnason, f. prestur á Prestsbakka og nú skjala- vörður í Reykjavík, varð 60 ára hinn 12. júlí. Séra Halldór Jónsson á Reynivöllum átti 50 ára prestsafmæli hinn 15. október og hefir gegnt prestsstarfi í Reynivallapresta- kalli alla þá tíð, og notið þar frábærra vinsælda. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup og dómprófastur í Reykja- vík á 40 ára prestsvígsluafmæli 26. júní n.k. Hefir hann starfað sem prestur dómkirkjusafnaðarins í Reykjavík öll þessi ár og leyst af hendi umfangsmeiri störf og erfiðari en aðrir prestar landsins, við miklar vinsældir safnaðarins. Öllum þessum mönnum vil ég fyrir mína hönd og kirkjunnar færa hinar innilegustu heillaóskir og árna þeim blessunar Guðs. Samkvæmt skýrslum prestanna munu messur á árinu 1949 hafa orðið samtals 3884, og er það 25 messum færra en árið á undan. Þar af hafa almennar kirkjuguðsþjónustur verið 3066, barnaguðsþjónustur 454 og aðrar guðsþjónustur 364. Rétt er að geta þess, að tölur þessar kunna að geta breyzt lítilsháttar, þar sem ókomnar eru enn messuskýrslur úr einu prófastsdæmi, N.- Þingeyjarprófastsdæmi, vegna fjarveru og sjúkleika prófasts- ins, og er messufjöldi þar áætlaður hinn sami og árið 1948. Altarisgestir á landinu eru 6710, ef reiknað er með sömu tölu altarisgesta í N.-Þingeyjarprófastsdæmi og síðastliðið ár, og er þetta nokkru hærri tala en árið á undan. Eins og þeir prestar munu minnast, er staddir voru á síðustu prestastefnu, þá var þar samþykkt tillaga um það, að biskupi yrði fengin í hendur umsjón með messuflutningi presta í út- varpinu. í framhaldi af því hafa farið fram samtöl og bréfa- skipti milli mín og stjórnar Ríkisútvarpsins, er hafa leitt til fulls samkomulags í þessum efnum, eins og bréf útvarpsráðs dags. 14. júní s.L, bar með sér, og vil ég leyfa mér að lesa hér upp:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.