Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1971, Blaðsíða 62

Kirkjuritið - 01.04.1971, Blaðsíða 62
Mig minnir, að Nordal setti þegar fram í bókmenntafyrirlestrum sínum í Háskólanum, að velgengni Hallgríms fyrstu árin í Saurbœ sam- fara viðbrigðunum frá Suðurnesjum hafi eflt með honum ásetning að minnast pínu og dauða Frelsarans. Fráfall Steinunnar litlu hefur og haft mikil áhrif og dauðsföll vina, jafnframt því sem viðhorf mótast með nýjum hœtti á því aldursbili, er þá fœrist yfir Hallgrím. Heima í Skálholti dregur að vísu seinna til stórtíðinda og sendir Hallgrímur þangað eigin- handarrit það, sem eitt hefur varðveitzt af sálmunum. An efa hefðu Passíusálmarnir aldrei orðið til, ef Brynjólfur biskup Sveinsson hefði ekki gripið inn í líf Hallgríms hvað eftir annað. Má vel hugsa sér Brynjólf biskup svo algjör- an gœfumann í sögu kristni okkar, bókmennta og menningar, að einhvers konar tileinkun vœri Passíusálmarnir honum. Þegar, er Nordal gaf út lestrarbók sína, mátti Ijóst vera, að hann teldi 44. Passíusálm meðal þeirra allra beztu. Eitt hið fyrsta, sem við tókum okkur á tungu í bernsku var og versið úr þeim sálmi: ,,Vertu, Guð faðir, faðir minn — — —“ I höfuðkafla rits síns ber Nordal þenna sálm saman við hinn 43. Veit ég ekki til þess, að það hafi verið gert áður þannig, og get ég skrifað undir margt af því, sem Nordal segir hér, en að baki þessu máli hans býr djúp hugsun, — margra ára, — mœtti segja mér, og alvarleg umþenking ,,herrans Jesú pínu og dauða"; hefur hún hér sannast, sem fyrr, að vera ,,vissulega dýrmœt og hver sig langvaranlega gefur til þeirrar umþenk- ingar, og ber jafnan Jesú Kristí píslar minning í sínu hjarta, sá geymir hinn dýrasta hlut." Fertugasti og fjórði sálmurinn er mikill gim- steinn og bjartur. Um hann leikur blœr himins blíður, og er hann í ýmsum skilningi morgun- verk. En þó má ekki gleyma nóttinni, sem að baki er. Vissulega búa sálmarnir tveir yfir miklum andstœðum, og má telja þá fulltrúa þeirra, hvorn um sig. En byggð er hér brú. Eitt mesta tónskáld veraldar hefur kallað frœgan kafla eins síns mesta verks: Frá myrkri til Ijóss. Hann segir, að sér hafi birzt grunntónn hans við að koma úr dimmu herbergi inn í glaðabirtu. Trú Hallgríms sœkir á brattann, upp á fjall gleðinnar. Sjálfur var hann glaðsinna og skemmtinn. Passíusálmarnir eru einnig Upp- risusálmar. I raun réttri eru Passíusálmarnir og Allt, eins og blómstrið eina lífstjáningarverk, og maður sannrar lífsgleði stillir þar hörpu sína. Meðal annars þess vegna eiga Passíusálmarnir greiðan aðgang að barnshjartanu. Faðir breið- ir þar út faðminn. Nordal leggur með réttu áherzlu á djúp það, er skilur að 43. og 44. sálminn. En í hinum fyrri segir þó: ,,Upp á þessi þín orðin traust óhrœddur dey ég kvíðalaust Passíusálmarnir eru ortir á sjónarhœð ofar tímanna umbreytingum og ýmislegum smekk kynslóðanna, en eitt höfuð orð þeirra er ekki ,,þar“ heldur ,,hér“, þ. e. þetta okkar líf hér í heimi, að það sé í birtu trúarinnar. A hverj- um stað og tíma eru þeir í gildi: ,,undir hönd drottins hér þá blíf". ,,Láttu Guðs hönd þig leiða hér Rétt er að syndasektar mannsins gœtir mjög í 43. Passíusálmi. Allt mannlegt er í molum, en myrkur er þó ekki allt um kring. Fyrirheit er fyrir stafni: ,,fullkomna skaltu eignast náð.“ Segja má, að 44. sálmur sé svo útlistun á náð Guðs. ,,góðlyndur faðir Guð þinn er“. Góðlyndur er eins konar einkunnarorð fyrir allan sálminn. Okkur kemur nœrri á óvart, að þetta orð skuli notað um Guð. Það þýðir Ijúfur í umgengni nœrri að segja glaðsinna sbr. góðsinnaður í Oddstestamenti og Guðbrandsbiblíu. Manni kemur í hug ,,ljúfur og kátur" í Heilrceðavísum Hallgríms. Yfir 44. sálmi er mikil birta. Víðs fjarri virð- 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.