Eimreiðin - 01.01.1937, Blaðsíða 16
EIMREIÐIN
Við þjóðveginn.
15. febrúar 1937.
Útliiið fram undan í byrjun ársins 1937 er að vísu ekki
betra en það var í byrjun liðna ársins, sem þó varð farsælla
en búast mátti við. Er því vonandi að vel rætist úr hinu
nýja ári einnig, þrátt fyrir útlitið, og enn er
Útlit og ekki fram kominn sá fimbulvetur í lífi hinna
liorfur. svokölluðu menningarþjóða heims, sem ekki
aðeins sjáendur og völvur hafa boðað, heldur
og margir stjórnmálamenn telja óumflNjanlegan, eins og nú
er háttað sambúðinni í millirikjaviðskiftum. Öll stórveldin
keppast nú um að hervæðast sem grimmilegast, og aldrei
liefur eins gífurlegum fjárhæðum verið varið í þágu vig-
búnaðarins eins og á þeim timamótum, sem vér stöndum
á. Liðna árið var þá lieldur ekki neitt friðarins tímabil, þó
að ný heimsstyrjöld sé enn ekki yfir skollin.
Tvær — Tvær styrjaldir geysuðu á árinu: Abessiniu-
styrjaldir. stríðið og borgaraslyrjöldin á Spáni. öllum eru
kunu endalok Abessiníustriðsins. Hinn 5. maí
lýsti Mussolini því yfir, að stríðinu væri lokið með sigri ítala,
og 9. s. m. lýsti hann alla Abessiniu lagða undir veldissprola
ílala og gerði Victor Emanuel, Ítalíukonung, að keisara í
Abessiníu. I’ó að yfirráð ítala yfir landinu hafi ekki enn verið
viðurkend nema af sumuni stórveldanna, virðast örlög þessa
eina, áður óliáða lceisaradæmis í Afríku nú ákveðin þau, að
verða herfang ítala.
Enn alvarlegri afleiðingar en Abessiníustríðið hefur
styrjöldin á Spáni haft fyrir oss íslendinga. Spánski markað-
urinn fyrir saltfisk vorn hefur brugðist mjög á liðna árinu,
og viðskifti vor við hina spönsku þjóð, sem áður var lang-
stærsti kaupandi íslenzkrar fiskframleiðslu, enn rýrnað stór-
kostlega. Borgarstyrjöldin hófst upp úr kosningunum til þjóð-
þingsins (Cortes) í febrúar. Kosningarnar fóru þannig, að
hægri ílokkarnir fengu 49 °/o, vinstri flokkarnir 47 °/o og mið-
flokkarnir 4 °/o atkvæða. En þrátt fyrir þessi hlutföll í at-