Eimreiðin - 01.01.1937, Blaðsíða 104
90
EIGN VOR í GARÐI DANA
EIMREIÐIN
Enda þótt þetta sé all full-ljóst, er hinn siðferðilegi réttur
vor enn ijósari. Það liggur i augum uppi, að hver þjóð er
sjálf nákomnust til þess að eiga og hafa með höndum þá
hluti, livers eðlis sem eru, er lúta að sögu hennar og menn-
ingu, og' að hún eigi fulla siðferðilega lcröfu til þess að halda
því, sem slíks eðlis er, ef það í skjóli ástands, sem er lioríið,
hefur lent í liöndum aðila, sem einnig er úr sögunni. Sam-
band Islands og' Danmerkur er úr sögunni, og samríkið, sem
á samliandinu bygðist og var handhali þessara liluta, er
einnig liorfið, en tveir nýir aðilar hafa tekið við af því —-
ísland og Danmörk. Úr því hafa íslendingar einir rélt til
þess, sem þeir hafa lagt í húið, en þegar Danir leggja það
undir sig, er það ekkert nema helber yfirgangur.
Það má liafa ýms önnur viðhorf til málsins. Það mætti
segja, að ef vér hefðum ekkert við þá hluti að gera, sem
um ræðir, eu Dönum væri nauðsyn að hafa þá, þá væri það,
livað sem öllum siðferðilegum og lagalegum rétti liði, rangt
að gera kröfu til þeirra, því auðvitað er nauðsyn afar-rík
lieimild. Ef þetta væri aðeins metnaðarmál fyrir oss, þá er
sannast að segja, að kröfurnar væru hégómlegar og fásinna
að gera nokkuð til að koma þeim fram. Þetta er á all annan
veg. Það er einmitt nauðsynjamál fyrir oss að ná hlutunum,
en mentaðarmál lyrir Dönum að lialda þeim.
Hver er nauðsyn vor á þessum hlutum? Um skjölin, sem
eru í Arna-safni og víðar, er hún hvað greinilegust. Skjöl eru
bundin við staðinn, þar sem þau eru upprunnin, með fastari
böndum en nokkuð anuað ritað mál. Þó lorn séu, eru þau
margoft enn sönnunargögn fyrir réttindum, sem eru við líði.
Það getur hver maður áttað sig á því, að gögn fyrir landa-
merkjum íslenzkra jarða eiga að vera á Islandi og íljót-að-
gengileg fyrir jarðaeigendur, en ekki að rykfalla í Danmörku,
ónotuð, nema íslenzkur maður slangri þangað.
Gildi hinna ýmsu handrita fyrir oss, bæði í safni Árna
Magnússonar og í konungshóklilöðunni, er auðvitað annars
eðlis. Þar koma ekki til greina nein réttindi borgaralegs lífs,
sem þau séu heimildir fyrir. En þau eru gögn fyrir sögu
vorri og bókmentum vorum hinum fornu. — Það eru liand-
rit af íslendingasögum, sem heinlínis og eingöngu snerta okk-