Eimreiðin - 01.01.1937, Blaðsíða 116
eimreiðin
102 HRIKALEG ÖRLÖG
unum — og allan hinn langa tíma, meðan liann var að ná
sér, veitti þetta lionum bæði gleði og styrk. Pegar hann svo
loks fór að skreiðast á fætur, staulaðist hann oft í rökkrinu
út úr kofanum, heim að húsinu, og sat þar á tröppunum
við dyrnar.
í einu herbergjanna gekk gamli maðurinn vitfirti um gólf,
tautandi og hlæjandi. í ganginum sat kona lians og grét og
andvarpaði. En dóttirin hallaðist upp að dyrastafnum, gegnt
Gaspari, sem sat með hönd undir kinn og talaði í lágum
liljóðum við konurnar. Allur stéttamismunur þurkaðist út
undir þessum bágbornu kringumstæðum. Og það fann Gaspar
Ruiz. Hann gat frætt konurnar um ýmsa af konungssinnum,
sem hann hafði þekt. Hann lýsti útliti þeirra. Og meðan
hann lýsti bardaganum, þegar hann á ný var tekinn her-
fangi, börmuðu konurnar sér yfir ósigrinum og öllum þeim
mörgu vonum um sigur konungssinna, sem þær liöfðu alið
í brjósti, en nú voru að engu orðnar.
Hann fylgdi hvorugum flolcknum að málum. En liann var
ákaflega hrifinn af ungu stúlkunni. Stundum gat liann ekki
að sér gert að raupa ofurlítið af líkamsorku siuni, til þess
að sýna að hann væri þess verður, að hún lítillækkaði sig
til að umgangast hann. Annað en líkamsburðina hafði hann
ekki til þess að stæra sig af. Og hann lét þess oft getið, að
félagarnir hefðu vegna þess, hver kraftajötunn hann var, um-
gengist hann með lotningu, eins og væri hann yfirmaður þeirra.
»Þeir voru alt af reiðubúnir að fylgja mér, hvert sem ég
óskaði, senorita. Þeir liefðu vei getað gert mig að liðsforingja,
þar sem ég líka kann bæði að lesa og skrifa«.
Gamla konan fyrir aftan hann andvarpaði, en gamli mað-
urinn hélt áfram að ganga tautandi um gólf. Gaspar Ruiz
lyfti sjónum sínum og horl'ði liugfanginn á dótturina, eins og
væri hún æðri opinberun.
Gaspar Ruiz var í miklum kröggum. Hann gat ekki til
lengdar falið sig þarna í ávaxtagarðinum. Hann vissi líka vel
að undir eins og liann legði á flótta, myndi einliver af her-
flokkum fjandmannanna finna liann. Þeir myndu þekkja hann
aftur — og þá yrði liann áreiðanlega skotinn. Þó að Gaspar
Ruiz væri saklaus eins og barn, átti hann livergi höfði sínu