Eimreiðin - 01.01.1937, Blaðsíða 46
:í2
BERKLASÝKING OG VIÐNÁMSÞRÓTTUR
eimbbiðin
þeim hálfum öðrum áralug, sem liðinn er, síðan ég ritaði
áðurnefnda grein, af því, að nú orðið sést aldrei hrækt á gólf,
og af því, að þeir verða æ fleiri ineð ári hverju, sem hafa
þá varúð við er þeir hósta, að koma i veg fyrir að hósta-
úðinn berisl að vitum annara eða út um herbergið. Samt sér
ekki enn greinileg merki þess að dragi úr herklaveikinni. Or-
sökin lil þess hlvtur að vera þverrandi viðnámsþróttur fólksins
gegn berklasýkingn, eins og Jónas Kristjánsson lieldur fram
í Eimreiðar-ritgerð sinni. En livað veldur þessari þverrun við-
námsþróttarins?
III.
Lifnaðarhættir þjóðarinnar liafa nálega í öllum efnum tekið
stórleldri breytingu á siðasta mannsaldri. Fyrir hálfri öld, og
þar áður, bjó meiri hluti þjóðarinnar í sveitum. Nálega engar
atvinnugreinar voru þá lil aðrar en landbúnaður og sjávar-
útvegur. Unglingarnir vöndust útivist og eríiði svo að kalla
frá blautu barnsbeini, livort sem þeir voru í sveit eða við
sjó. Hjásetur og smalamenska i heilnæmu fjallalofti, hlaupin
og eltingarnar við óþægar rollur og aðvifandi geldfé, hafa
sennilega reynzt mörgum unglingnum lioll áreynsla á lungu
og hjarta og líkamann allan og átt drjúgan þátt í því að
skapa honum viðnámsþrótt gegn berklasýkingu. Sama er að
segja um átökin við árina, sem unglingarnir við sjóinn vönd-
ust snemma við og liöfðu hitann úr. Nú er rneir en helming-
ur landsmanna i kaupslöðum og kauptúnum; þar venjast
unglingarnir miklu meiri innisetum og mildu minna líkam-
legu erfiði en áður var, auk þess margir þeirra óhóílegu sæt-
indaáti frá barnsaldri og nokkrir auk þess tóbaksnautn og
jafnvel vínnautn ótrúlega snemma. Og sveitalífið sjálft liefur
hneigst í sömu átl, fráfærur og hjásetur og smalamenska á
sumrin löngu lagt niður og árabátar að mestu, svo að ung-
lingarnir efla ekki þrólt sinn við árina, eins og áður gerðisl.
Trúlegt er, að þessar breytingar (leslar liafi átt sinn þátt í að
rýra hreysti þjóðarinnar og viðnámsþrótt. Margar fleiri breyt-
ingar liafa auðvitað orðið á Iifnaðarháttum þjóðarinnar, er
sennilega liafa sumar miðað í sömu átt, en ekki sýnist mér
það svo augljóst um neina þeirra, að rétt sé að fullyrða það